| Heimir Eyvindarson
Liverpool lék í morgun æfingaleik bak við luktar dyr við Malasíska liðið Felda. Leikurinn var 2x30 mínútur og endaði 7-0 fyrir Liverpool.
Það er kannski orðum aukið að segja að leikurinn hafi farið fram fyrir luktum dyrum, en nokkur þúsund áhorfendur voru á vellinum. Það voru hinsvegar engar sjónvarpsvélar á staðnum og nánast engir fjölmiðlamenn.
James Pearce var þó á staðnum og í pistli sínum í Liverpool Echo í dag segir hann fra helstu atriðum leiksins.
Liverpool liðið var skipað eftirtöldum leikmönnum í morgun: Fulton, Wisdom, Touré, Sakho, Maguire, Ojo, Rossiter, Chirivella, Markovic, Teixeira, Ings.
Spánverjinn Pedro Chirivella kom Liverpool yfir, en Chirivella þessi kom til Liverpool frá Valencia sumarið 2013. Hann er fæddur 1997 og þykir mikið efni.
Næsta mark skoraði Lazar Markovic og Sheyii Ojo skoraði þriðja markið. Afmælisbarn dagsins, Danny Ings skoraði fjórða og fimmta mark leiksins og Joao Texeira sjötta markið, með bylmingsskoti af 35 metra færi. Það var síðan Danny Ings sem skoraði sjöunda og síðasta mark leiksins og fullkomnaði þar með þrennuna.
TIL BAKA
Ings með þrennu í óopinberum æfingaleik

Það er kannski orðum aukið að segja að leikurinn hafi farið fram fyrir luktum dyrum, en nokkur þúsund áhorfendur voru á vellinum. Það voru hinsvegar engar sjónvarpsvélar á staðnum og nánast engir fjölmiðlamenn.
James Pearce var þó á staðnum og í pistli sínum í Liverpool Echo í dag segir hann fra helstu atriðum leiksins.
Liverpool liðið var skipað eftirtöldum leikmönnum í morgun: Fulton, Wisdom, Touré, Sakho, Maguire, Ojo, Rossiter, Chirivella, Markovic, Teixeira, Ings.
Spánverjinn Pedro Chirivella kom Liverpool yfir, en Chirivella þessi kom til Liverpool frá Valencia sumarið 2013. Hann er fæddur 1997 og þykir mikið efni.
Næsta mark skoraði Lazar Markovic og Sheyii Ojo skoraði þriðja markið. Afmælisbarn dagsins, Danny Ings skoraði fjórða og fimmta mark leiksins og Joao Texeira sjötta markið, með bylmingsskoti af 35 metra færi. Það var síðan Danny Ings sem skoraði sjöunda og síðasta mark leiksins og fullkomnaði þar með þrennuna.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Með stærri stundum! -
| Sf. Gutt
Gleðilega páska! -
| Sf. Gutt
Sex stig duga! -
| Sf. Gutt
Trent að verða leikfær -
| Heimir Eyvindarson
Ættleiddur Scouser búinn að skrifa undir! -
| Sf. Gutt
Einbeitum okkur bara að næsta leik! -
| Sf. Gutt
Í minningu -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Mummi
Mikið fjör á árshátíð Liverpoolklúbbsins! -
| Sf. Gutt
Mohamed Salah gerir nýjan samning!
Fréttageymslan