| Heimir Eyvindarson
TIL BAKA
Markalaust á The Hawthorns
Tony Pulis og lærisveinar hans í WBA stilltu upp þéttum varnarmúr á The Hawthorns í dag. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir tókst okkar mönnum ekki að finna glufur á Pulis pakkanum í dag.
Brendan Rodgers gerði 3 breytingar á liðinu frá tapleiknum við Aston Villa á sunnudaginn. Johnson, Ibe og Balotelli komu inn fyrir Moreno, Markovic og Allen.
Það er ekki margt um fyrri hálfleikinn að segja. WBA voru með alla sína menn fyrir aftan boltann allan tímann og Liverpool sóknin var ekki nógu spræk til þess að finna leið í gegnum varnarmúrinn. Ég held að ég muni það rétt að það hafi ekki sést eitt einasta færi í fyrri hálfleiknum. Liverpool var með boltann svo að segja allan tímann, líklega nálægt 80% leiktímans en allt kom fyrir ekki.
Liverpool liðið kom heldur ákveðnara til leiks í síðari hálfleik og greinilegt að Rodgers hafði hvatt menn til þess að keyra upp hraðann og fá meiri hreyfingu án bolta. WBA hélt áfram að verjast með öllum sínum mönnum og það var ekki oft sem okkar menn náðu að skapa hættu.
Á 56. mínútu endaði mjög góð sókn Liverpool með því að Myhill í marki WBA varði vel frá Coutinho og Myhill og Lescott hjálpuðust síðan að við að blokkera seinni tilraun Henderson. Mikill atgangur í teignum, en vörn WBA stóðst álagið.
Mínútu síðar átti Craig Gardner fast skot í hliðarnetið á marki Liverpool, eftir fyrirgjöf frá vinstri. Johnson kannski aðeins værukær, en reyndar var Gardner ansi aðgangsharður.
Á 63. mínútu prjónaði Jordon Ibe sig í gegnum vörn WBA, eftir góðan þríhyrning við Balotelli og skaut föstu skoti að marki, en boltinn hafnaði í slánni. Flott tilþrif.
Rétt tæpri mínútu síðar var WBA næstum búið að skora, en þá átti Skrtel hörmulega hreinsun inni í teig sem endaði með því að James Morrison tókst að skalla boltann framhjá Mignolet. Til allrar hamingju var Dejan Lovren venju fremur vel vakandi og bjargaði á línu.
Á 88. mínútu átti varamaðurinn Callum McManaman, sem er fjarskyldur ættingi Steve McManaman og stuðningsmaður Everton líkt og frændi sinn í æsku, gott skot að marki Liverpool úr þröngu færi, en Mignolet varði boltann í horn.
Í lok fjögurra mínútna uppbótartíma átti Lovren góðan skalla að marki WBA, en boltinn fór rétt framhjá.
Niðurstaðan 0-0 jafntefli í frekar leiðinlegum leik. Liverpool var mun meira með boltann, en vantaði gæðin og heppnina til þess að brjóta varnarmúr Pulis á bak aftur í dag. Mikil vonbrigði og ljóst að 4. sætið er ansi fjarlægur draumur úr því sem komið er.
WBA: Myhill, Dawson, McAuley, Lescott, Brunt, Gardner, Fletcher, Yacob, Morrison (Baird á 81. mín.), Berahino (Ideye á 81. mín.), Anichebe (McManaman á 64. mín.) Ónotaðir varamenn: Olsson, Sessegnon, Gamboa, Rose.
Liverpool: Mignolet, Johnson, Skrtel, Lovren, Can, Gerrard, Henderson, Coutinho, Ibe (Lallana á 75. mín.), Sterling, Balotelli (Borini á 75. mín.) Ónotaðir varamenn: Jones, Manquillo, Toure,Allen, Markovic.
Áhorfendur á The Hawthorns: 26.663.-
Maður leiksins: Það hljómar undarlega, en að mínum dómi var Dejan Lovren besti maður Liverpool í leiknum. Hann byrjaði leikinn reyndar ekkert sérstaklega og átti 2-3 slappar sendingar, en þótt það væri kannski ekki mikið að gera í vörn okkar manna í dag þá stóð Króatinn vaktina mjög vel þegar á þurfti að halda.
Brendan Rodgers: „Við vorum of hægir í fyrri hálfleik en í seinni hálfleik fannst mér við gera allt sem við gátum, en WBA varðist mjög aftarlega. Okkur gekk ekki að finna glufur á vörn þeirra. Því miður."
Brendan Rodgers gerði 3 breytingar á liðinu frá tapleiknum við Aston Villa á sunnudaginn. Johnson, Ibe og Balotelli komu inn fyrir Moreno, Markovic og Allen.
Það er ekki margt um fyrri hálfleikinn að segja. WBA voru með alla sína menn fyrir aftan boltann allan tímann og Liverpool sóknin var ekki nógu spræk til þess að finna leið í gegnum varnarmúrinn. Ég held að ég muni það rétt að það hafi ekki sést eitt einasta færi í fyrri hálfleiknum. Liverpool var með boltann svo að segja allan tímann, líklega nálægt 80% leiktímans en allt kom fyrir ekki.
Liverpool liðið kom heldur ákveðnara til leiks í síðari hálfleik og greinilegt að Rodgers hafði hvatt menn til þess að keyra upp hraðann og fá meiri hreyfingu án bolta. WBA hélt áfram að verjast með öllum sínum mönnum og það var ekki oft sem okkar menn náðu að skapa hættu.
Á 56. mínútu endaði mjög góð sókn Liverpool með því að Myhill í marki WBA varði vel frá Coutinho og Myhill og Lescott hjálpuðust síðan að við að blokkera seinni tilraun Henderson. Mikill atgangur í teignum, en vörn WBA stóðst álagið.
Mínútu síðar átti Craig Gardner fast skot í hliðarnetið á marki Liverpool, eftir fyrirgjöf frá vinstri. Johnson kannski aðeins værukær, en reyndar var Gardner ansi aðgangsharður.
Á 63. mínútu prjónaði Jordon Ibe sig í gegnum vörn WBA, eftir góðan þríhyrning við Balotelli og skaut föstu skoti að marki, en boltinn hafnaði í slánni. Flott tilþrif.
Rétt tæpri mínútu síðar var WBA næstum búið að skora, en þá átti Skrtel hörmulega hreinsun inni í teig sem endaði með því að James Morrison tókst að skalla boltann framhjá Mignolet. Til allrar hamingju var Dejan Lovren venju fremur vel vakandi og bjargaði á línu.
Á 88. mínútu átti varamaðurinn Callum McManaman, sem er fjarskyldur ættingi Steve McManaman og stuðningsmaður Everton líkt og frændi sinn í æsku, gott skot að marki Liverpool úr þröngu færi, en Mignolet varði boltann í horn.
Í lok fjögurra mínútna uppbótartíma átti Lovren góðan skalla að marki WBA, en boltinn fór rétt framhjá.
Niðurstaðan 0-0 jafntefli í frekar leiðinlegum leik. Liverpool var mun meira með boltann, en vantaði gæðin og heppnina til þess að brjóta varnarmúr Pulis á bak aftur í dag. Mikil vonbrigði og ljóst að 4. sætið er ansi fjarlægur draumur úr því sem komið er.
WBA: Myhill, Dawson, McAuley, Lescott, Brunt, Gardner, Fletcher, Yacob, Morrison (Baird á 81. mín.), Berahino (Ideye á 81. mín.), Anichebe (McManaman á 64. mín.) Ónotaðir varamenn: Olsson, Sessegnon, Gamboa, Rose.
Liverpool: Mignolet, Johnson, Skrtel, Lovren, Can, Gerrard, Henderson, Coutinho, Ibe (Lallana á 75. mín.), Sterling, Balotelli (Borini á 75. mín.) Ónotaðir varamenn: Jones, Manquillo, Toure,Allen, Markovic.
Áhorfendur á The Hawthorns: 26.663.-
Maður leiksins: Það hljómar undarlega, en að mínum dómi var Dejan Lovren besti maður Liverpool í leiknum. Hann byrjaði leikinn reyndar ekkert sérstaklega og átti 2-3 slappar sendingar, en þótt það væri kannski ekki mikið að gera í vörn okkar manna í dag þá stóð Króatinn vaktina mjög vel þegar á þurfti að halda.
Brendan Rodgers: „Við vorum of hægir í fyrri hálfleik en í seinni hálfleik fannst mér við gera allt sem við gátum, en WBA varðist mjög aftarlega. Okkur gekk ekki að finna glufur á vörn þeirra. Því miður."
Fróðleikur:
-Steven Gerrard lék í dag sinn 500. deildarleik fyrir Liverpool. Einungis Ian Callaghan (640) og Jamie Carragher (508) hafa leikið fleiri deildarleiki fyrir félagið.
-Brendan Rodgers stjórnaði Liverpool í dag í 150. sinn. Fyrsti alvöru leikurinn sem hann stjórnaði Liverpool í var einmitt gegn WBA á The Hawthorns, í ágúst 2012. Sá leikur tapaðist 3-0.
- Þetta var fyrsti leikur Mario Balotelli í byrjunarliði Liverpool frá því í febrúar.
- Þetta var einungis annað jafntefli Liverpool og WBA í Úrvalsdeild. Liðin hafa mæst 18 sinnum í deildinni frá því að hún var sett á laggirnar í upphafi 10. áratugs síðustu aldar. Liverpool hefur unnið 12 sinnum, WBA 4 sinnum og tvisvar sinnum hafa liðin skilið jöfn.
Hér má lesa viðtal við Brendan Rodgers af Liverpoolfc.com
Hér má sjá myndir úr leiknum af Liverpoolfc.com.
- Þetta var fyrsti leikur Mario Balotelli í byrjunarliði Liverpool frá því í febrúar.
- Þetta var einungis annað jafntefli Liverpool og WBA í Úrvalsdeild. Liðin hafa mæst 18 sinnum í deildinni frá því að hún var sett á laggirnar í upphafi 10. áratugs síðustu aldar. Liverpool hefur unnið 12 sinnum, WBA 4 sinnum og tvisvar sinnum hafa liðin skilið jöfn.
Hér má lesa viðtal við Brendan Rodgers af Liverpoolfc.com
Hér má sjá myndir úr leiknum af Liverpoolfc.com.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Það var fyrir níu árum! -
| Sf. Gutt
Jarell Quansah gerir nýjan samning -
| Sf. Gutt
Alisson meiddur -
| Sf. Gutt
Áfram á toppnum! -
| Sf. Gutt
Federico meiddur -
| Sf. Gutt
Arne Slot setur nýtt félagsmet! -
| Sf. Gutt
Hinsta ferð Ron Yeats -
| Sf. Gutt
Er ekkert að spá í stigatöfluna! -
| Sf. Gutt
Arne Slot setur nýtt félagsmet! -
| Sf. Gutt
Stóð sannarlega undir væntingum!
Fréttageymslan