| Sf. Gutt
Joe Allen innsiglaði 2:0 sigur Liverpool á Newcastle. Veilsverjinn skorar sannarlega ekki á hverjum degi og segir að það hafi verið frábært að skora. Hann hafði meðal annars þetta að segja eftir leikinn í viðtali við Liverpoolfc.com.
,,Það var frábært að skora. Ég hef auðvitað sagt að ég þurfi að gera meira af því að skora. Það var mikilvægt fyrir liðið að ég skyldi skora í kvöld og koma því tveimur mörkum yfir. Ég get verið mjög ánægður með þetta."
Liverpool er nú fjórum stigum á eftir Manchester City sem er í fjórða sætinu sem gefur færi a Meistaradeildarþátttöku á næstu leiktíð. En á Liverpool möguleika á að ná einu af efstu fjórum sætunum?
,,Verkefni okkar er einfalt. Við verðum að halda uppi pressu á liðin sem eru fyrir ofan okkur. Við verðum að gera það sem við getum. Ég held að hin liðin skilji að við munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að ná þeim þannig að þau geta ekki leyft sér að misstíga sig. Þau vita að við erum á hælunum á þeim."
Vonandi eiga fjögur efstu liðin eftir að misstíga sig en þá verður Liverpool auðvitað að færa sér það í nyt!
TIL BAKA
Frábært að skora!

,,Það var frábært að skora. Ég hef auðvitað sagt að ég þurfi að gera meira af því að skora. Það var mikilvægt fyrir liðið að ég skyldi skora í kvöld og koma því tveimur mörkum yfir. Ég get verið mjög ánægður með þetta."
Liverpool er nú fjórum stigum á eftir Manchester City sem er í fjórða sætinu sem gefur færi a Meistaradeildarþátttöku á næstu leiktíð. En á Liverpool möguleika á að ná einu af efstu fjórum sætunum?
,,Verkefni okkar er einfalt. Við verðum að halda uppi pressu á liðin sem eru fyrir ofan okkur. Við verðum að gera það sem við getum. Ég held að hin liðin skilji að við munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að ná þeim þannig að þau geta ekki leyft sér að misstíga sig. Þau vita að við erum á hælunum á þeim."
Vonandi eiga fjögur efstu liðin eftir að misstíga sig en þá verður Liverpool auðvitað að færa sér það í nyt!
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Aftur til æfinga -
| Sf. Gutt
Minningarorð Arne Slot -
| Sf. Gutt
Í minningu Diogo Jota -
| Sf. Gutt
Bræðurnir Diogo og André bornir til grafar -
| Sf. Gutt
Diogo Jota látinn -
| Sf. Gutt
Af EM -
| Sf. Gutt
Bara Real Madrid! -
| Sf. Gutt
Þrír Evrópumeistarar! -
| Sf. Gutt
Æfingaleikir sumarsins -
| Sf. Gutt
Annar nýr markmaður
Fréttageymslan