| Heimir Eyvindarson
TIL BAKA
Frábær sigur á meisturunum
Liverpool tók á móti Englandsmeisturum Manchester City í hádeginu í dag. Lokatölur urðu 2-1 fyrir Liverpool í einum besta leik tímabilsins.
Brendan Rodgers gerði nokkrar breytingar á liðinu frá leiknum gegn Besiktas í Evrópudeildinni á fimmtudagskvöld. Jordan Henderson tók sæti Kolo Toure, sem þýddi að Emre Can fór af miðjunni og aftur í miðvörðinn. Þá kom Lazar Markovic inn á hægri vænginn í stað Jordon Ibe, sem var ekki í hópnum í dag, og Lallana og Coutinho komu inn fyrir Balotelli og Sturridge. Raheem Sterling byrjaði einn uppi á topp. Mamadou Sakho var ekki metinn leikfær og því ekki í hóp. Það þýddi að Evrópudeildarskúrkurinn Dejan Lovren hélt sæti sínu í byrjunarliðinu.
Liverpool byrjaði leikinn vel og á 8. mínútu fékk Lallana gott færi, en náði ekki að slútta nægilega vel. Nokkrum andartökum síðar afgreiddi hann boltann hinsvegar stórkostlega í netið eftir sendingu frá Coutinho, en því miður var hann dæmdur rangstæður.
Tveimur mínútum síðar skoraði Jordan Henderson, fyrirliði Liverpool í dag, fyrsta mark leiksins með frábæru skoti fyrir utan teig. Algerlega óverjandi fyrir Joe Hart og staðan orðin 1-0 á Anfield eftir 11 mínútna leik.
Eftir markið komst City betur inn í leikinn og á 25. mínútu endaði frábær sókn meistaranna með marki frá Dzeko eftir mjög góðan undirbúning Agüero. Staðan 1-1.
Það sem eftir lifði hálfleiksins gerðist svosem ekkert sérstaklega merkilegt og liðin héldu til búningsherbergja í leikhléi með skiptan hlut.
Strax á upphafsmínútum síðari hálfleiks munaði minnstu að Agüero kæmi City yfir með góðum skalla, eftir sendingu frá Zabaleta, en sem betur fer fór boltinn rétt yfir samskeytin.
Á 54. mínútu skoraði Lallana annað rangstöðumark sem Mark Clattenburg dæmdi af, hugsanlega reyndar vegna brots Martin Skrtel í aðdragandanum. Liverpool betri aðilinn á vellinum á fyrstu mínútum hálfleiksins.
Eftir því sem leið á hálfleikinn jafnaðist leikurinn aðeins, en á 75. mínútu skoraði undrahundurinn Coutinho stórkostlegt mark sem gerði út um leikinn. Brassinn fékk þá boltann við vítateigshornið og lét vaða í fjærhornið. Frábært mark og staðan orðin 2-1.
Á 87. mínútu komst Daniel Sturridge, sem hafði komið inn á fyrir Markovic nokkrum mínútum áður, í dauðafæri eftir sjaldséð mistök Yaya Toure, en skot Sturridge var rétt framhjá.
Eftir þrjár mínútur í uppbótartíma flautaði Clattenburg leikinn af og niðurstaðan stórkostlegur 2-1 sigur okkar manna, í einum besta leik liðsins í allan vetur.
Liverpool: Mignolet, Can, Skrtel, Lovren, Allen, Henderson, Markovic (Sturridge á 76. mín.), Moreno (Toure á 82. mín.), Lallana, Coutinho, Sterling. Ónotaðir varamenn: Ward, Williams, Balotelli, Borini, Lambert.
Mörk Liverpool: Jordan Henderson á 11. mín. og Philippe Coutinho á 75. mín.
Manchester City: Hart, Zabaleta, Mangala, Kompany, Kolarov, Fernandinho (Bony á 78. mín.), Toure, Nasri (Lampard á 83. mín.), Silva, Dzeko (Milner á 58. mín.), Agüero. Ónotaðir varamenn: Caballero, Demichelis, Clichy, Fernando.
Mark Manchester City: Dzeko á 25. mín.
Gul spjöld: Fernandinho, Milner, Bony.
Áhorfendur á Anfield Road: 44.590.
Maður leiksins: Liðið allt á auðvitað hrós skilið fyrir þessa stórkostlegu frammistöðu, en það er litla brasilíska undrabarnið Philippe Coutinho sem fær mitt atkvæði að þessu sinni. Henderson, Lallana, Allen, Sterling og fleiri áttu sömuleiðis mjög góðan leik, en Coutinho kláraði leikinn og varnarmenn City áttu alltaf í stökustu vandræðum þegar hann fékk boltann.
Brendan Rodgers: „Ég verð að taka ofan fyrir leikmönnum liðsins í dag. Þvílík vinnsla og baráttuvilji. Mér fannst við eiga sigurinn fyllilega skilið, við vorum örugglega betra liðið á vellinum. Ég er gríðarlega ánægður með mína menn. Þessi frammistaða var framar vonum, eftir vonbrigðin í Tyrklandi og allt of litla hvíld."
-Þetta var aðeins annað tap Manchester City á útivelli í vetur. Hitt kom í október, þegar liðið mætti West Ham í Lundúnum.
-Liverpool er enn taplaust í deildinni á nýju ári.
-Síðast þegar Liverpool og Manchester City mættust á Anfield, 13. apríl í fyrra, skoraði Coutinho einnig sigurmarkið. Með óverjandi skoti á 78. mínútu.
-Jordan Henderson skoraði fjórða mark sitt á leiktíðinni.
-Philippe Coutinho í fimmta sinn.
-Simon Mignolet lék sinn 80. leik með Liverpool.
-Kolo Toure spilaði sinn 40. leik.
-Þetta mun hafa verið í fyrsta sinn sem bræðurnir Yaya og Kolo Toure mætast í ensku Úrvalsdeildinni.
Hér má sjá myndir úr leiknum, af Liverpoolfc.com.
Hér er viðtal sem tekið var við Brendan Rodgers eftir leikinn.
Brendan Rodgers gerði nokkrar breytingar á liðinu frá leiknum gegn Besiktas í Evrópudeildinni á fimmtudagskvöld. Jordan Henderson tók sæti Kolo Toure, sem þýddi að Emre Can fór af miðjunni og aftur í miðvörðinn. Þá kom Lazar Markovic inn á hægri vænginn í stað Jordon Ibe, sem var ekki í hópnum í dag, og Lallana og Coutinho komu inn fyrir Balotelli og Sturridge. Raheem Sterling byrjaði einn uppi á topp. Mamadou Sakho var ekki metinn leikfær og því ekki í hóp. Það þýddi að Evrópudeildarskúrkurinn Dejan Lovren hélt sæti sínu í byrjunarliðinu.
Liverpool byrjaði leikinn vel og á 8. mínútu fékk Lallana gott færi, en náði ekki að slútta nægilega vel. Nokkrum andartökum síðar afgreiddi hann boltann hinsvegar stórkostlega í netið eftir sendingu frá Coutinho, en því miður var hann dæmdur rangstæður.
Tveimur mínútum síðar skoraði Jordan Henderson, fyrirliði Liverpool í dag, fyrsta mark leiksins með frábæru skoti fyrir utan teig. Algerlega óverjandi fyrir Joe Hart og staðan orðin 1-0 á Anfield eftir 11 mínútna leik.
Eftir markið komst City betur inn í leikinn og á 25. mínútu endaði frábær sókn meistaranna með marki frá Dzeko eftir mjög góðan undirbúning Agüero. Staðan 1-1.
Það sem eftir lifði hálfleiksins gerðist svosem ekkert sérstaklega merkilegt og liðin héldu til búningsherbergja í leikhléi með skiptan hlut.
Strax á upphafsmínútum síðari hálfleiks munaði minnstu að Agüero kæmi City yfir með góðum skalla, eftir sendingu frá Zabaleta, en sem betur fer fór boltinn rétt yfir samskeytin.
Á 54. mínútu skoraði Lallana annað rangstöðumark sem Mark Clattenburg dæmdi af, hugsanlega reyndar vegna brots Martin Skrtel í aðdragandanum. Liverpool betri aðilinn á vellinum á fyrstu mínútum hálfleiksins.
Eftir því sem leið á hálfleikinn jafnaðist leikurinn aðeins, en á 75. mínútu skoraði undrahundurinn Coutinho stórkostlegt mark sem gerði út um leikinn. Brassinn fékk þá boltann við vítateigshornið og lét vaða í fjærhornið. Frábært mark og staðan orðin 2-1.
Á 87. mínútu komst Daniel Sturridge, sem hafði komið inn á fyrir Markovic nokkrum mínútum áður, í dauðafæri eftir sjaldséð mistök Yaya Toure, en skot Sturridge var rétt framhjá.
Eftir þrjár mínútur í uppbótartíma flautaði Clattenburg leikinn af og niðurstaðan stórkostlegur 2-1 sigur okkar manna, í einum besta leik liðsins í allan vetur.
Liverpool: Mignolet, Can, Skrtel, Lovren, Allen, Henderson, Markovic (Sturridge á 76. mín.), Moreno (Toure á 82. mín.), Lallana, Coutinho, Sterling. Ónotaðir varamenn: Ward, Williams, Balotelli, Borini, Lambert.
Mörk Liverpool: Jordan Henderson á 11. mín. og Philippe Coutinho á 75. mín.
Manchester City: Hart, Zabaleta, Mangala, Kompany, Kolarov, Fernandinho (Bony á 78. mín.), Toure, Nasri (Lampard á 83. mín.), Silva, Dzeko (Milner á 58. mín.), Agüero. Ónotaðir varamenn: Caballero, Demichelis, Clichy, Fernando.
Mark Manchester City: Dzeko á 25. mín.
Gul spjöld: Fernandinho, Milner, Bony.
Áhorfendur á Anfield Road: 44.590.
Maður leiksins: Liðið allt á auðvitað hrós skilið fyrir þessa stórkostlegu frammistöðu, en það er litla brasilíska undrabarnið Philippe Coutinho sem fær mitt atkvæði að þessu sinni. Henderson, Lallana, Allen, Sterling og fleiri áttu sömuleiðis mjög góðan leik, en Coutinho kláraði leikinn og varnarmenn City áttu alltaf í stökustu vandræðum þegar hann fékk boltann.
Brendan Rodgers: „Ég verð að taka ofan fyrir leikmönnum liðsins í dag. Þvílík vinnsla og baráttuvilji. Mér fannst við eiga sigurinn fyllilega skilið, við vorum örugglega betra liðið á vellinum. Ég er gríðarlega ánægður með mína menn. Þessi frammistaða var framar vonum, eftir vonbrigðin í Tyrklandi og allt of litla hvíld."
Fróðleikur:
-Þetta var aðeins annað tap Manchester City á útivelli í vetur. Hitt kom í október, þegar liðið mætti West Ham í Lundúnum.
-Liverpool er enn taplaust í deildinni á nýju ári.
-Síðast þegar Liverpool og Manchester City mættust á Anfield, 13. apríl í fyrra, skoraði Coutinho einnig sigurmarkið. Með óverjandi skoti á 78. mínútu.
-Jordan Henderson skoraði fjórða mark sitt á leiktíðinni.
-Philippe Coutinho í fimmta sinn.
-Simon Mignolet lék sinn 80. leik með Liverpool.
-Kolo Toure spilaði sinn 40. leik.
-Þetta mun hafa verið í fyrsta sinn sem bræðurnir Yaya og Kolo Toure mætast í ensku Úrvalsdeildinni.
Hér má sjá myndir úr leiknum, af Liverpoolfc.com.
Hér er viðtal sem tekið var við Brendan Rodgers eftir leikinn.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Arne Slot setur nýtt félagsmet! -
| Sf. Gutt
Stóð sannarlega undir væntingum! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Stórsigur í Deildarbikarnum! -
| Sf. Gutt
Íslenskir heiðursgestir á Anfield! -
| Sf. Gutt
Trent kominn upp í 100! -
| Sf. Gutt
Sorgarfréttir -
| Sf. Gutt
Fjórir sigrar í röð í Mílanó! -
| Sf. Gutt
Ótrúlegur munur! -
| Sf. Gutt
Til hamingju!
Fréttageymslan