| Sf. Gutt
Þá er komið að fyrsta jólaleiknum af þremur eða fjórum eftir því hvernig er talið. Liverpool fer í stutt ferðalag til Burnley og það ætti að vera hægt að ná í þrjú stig þangað. Það er þó ekki á vísann að róa í þeim efnum sé tekið mið af gengi Liverpool á þessari leiktíð. Þrátt fyrir að gengið hafi verið upp og ofan þá hefur Liverpool aðeins tapað einum leik af síðustu átta í öllum keppnum. Reyndar hafa aðeins þrir leikir af þessum átta unnist og þar stendur kannski hnífurinn í kúnni.
Heimamenn í Burnley eru harðir af sér og hafa rétt úr kútnum síðustu vikurnar. Liðið hefur náð flestum sínum stigum upp á síðkastið og þótt liðið sé í einu af neðstu sætunum verður Liverpool að hafa fyrir þvi að ná þeim stigum sem eru í boði. Ef litið er á lið Burnley má segja að liðið eigi ekki að geta verið í efstu deild. Þetta er lítið félag og eftir að hafa komist upp í efstu deild með tilþrifum í vor var litlu eytt í nýja leikmenn ólíkt stórliðunum á borð við Liverpool. Samt er liðið að standa sig býsna vel.
Liverpool var í efsta sæti deildarinnar fyrir einu ári eftir metsigur á White Hart Lane og öruggan heimasigur á Cardiff. Tveir af jólaleikjunum töpuðust. Fyrst á heimavelli Manchester City og svo á Stamford Bridge. Líklega tapaðist titilinn í tapleiknum fyrir Manchester City. Að minnsta kosti hefði jafntefli dugað Liverpool til að verða meistari.
Nú er staðan önnur. Það hefur víða verið þæfingur á fjallvegum Íslands núna fyrir jólin en þæfingur Liverpool hófst strax í haust og ekkert lát heur verið á ófærðinni. Það hafa þó verið batamerki í síðustu leikjum og líklega lék Liverpool sinn besta leik á leiktíðinni á móti Arsenal á sunnudaginn. Leikur liðsins minnti á góða daga á síðustu leiktíð og vonandi fer Brendan Rodgers nú að koma piltum sínum úr verstu ófærðinni. Liverpool vann öruggan sigur 0:4 í Burnley síðast þegar liðin mættust í efstu deild. Ég spái einu marki minna í þetta sinn. Liverpool vinnur 0:3 með mörkum Raheem Sterling, Jordan Henderson og Rickie Lambert.
Vissir þú?
Þessi lið mættust í úrslitaleik F.A. bikarkeppninnar fyrir einni öld. Þetta var fyrsti úrslitaleikur Liverpool í sögu félagsins. Burnely vann 1:0.
YNWA og gleðileg jól!
TIL BAKA
Spáð í spilin
Þá er komið að fyrsta jólaleiknum af þremur eða fjórum eftir því hvernig er talið. Liverpool fer í stutt ferðalag til Burnley og það ætti að vera hægt að ná í þrjú stig þangað. Það er þó ekki á vísann að róa í þeim efnum sé tekið mið af gengi Liverpool á þessari leiktíð. Þrátt fyrir að gengið hafi verið upp og ofan þá hefur Liverpool aðeins tapað einum leik af síðustu átta í öllum keppnum. Reyndar hafa aðeins þrir leikir af þessum átta unnist og þar stendur kannski hnífurinn í kúnni.
Heimamenn í Burnley eru harðir af sér og hafa rétt úr kútnum síðustu vikurnar. Liðið hefur náð flestum sínum stigum upp á síðkastið og þótt liðið sé í einu af neðstu sætunum verður Liverpool að hafa fyrir þvi að ná þeim stigum sem eru í boði. Ef litið er á lið Burnley má segja að liðið eigi ekki að geta verið í efstu deild. Þetta er lítið félag og eftir að hafa komist upp í efstu deild með tilþrifum í vor var litlu eytt í nýja leikmenn ólíkt stórliðunum á borð við Liverpool. Samt er liðið að standa sig býsna vel.
Liverpool var í efsta sæti deildarinnar fyrir einu ári eftir metsigur á White Hart Lane og öruggan heimasigur á Cardiff. Tveir af jólaleikjunum töpuðust. Fyrst á heimavelli Manchester City og svo á Stamford Bridge. Líklega tapaðist titilinn í tapleiknum fyrir Manchester City. Að minnsta kosti hefði jafntefli dugað Liverpool til að verða meistari.
Nú er staðan önnur. Það hefur víða verið þæfingur á fjallvegum Íslands núna fyrir jólin en þæfingur Liverpool hófst strax í haust og ekkert lát heur verið á ófærðinni. Það hafa þó verið batamerki í síðustu leikjum og líklega lék Liverpool sinn besta leik á leiktíðinni á móti Arsenal á sunnudaginn. Leikur liðsins minnti á góða daga á síðustu leiktíð og vonandi fer Brendan Rodgers nú að koma piltum sínum úr verstu ófærðinni. Liverpool vann öruggan sigur 0:4 í Burnley síðast þegar liðin mættust í efstu deild. Ég spái einu marki minna í þetta sinn. Liverpool vinnur 0:3 með mörkum Raheem Sterling, Jordan Henderson og Rickie Lambert.
Vissir þú?
Þessi lið mættust í úrslitaleik F.A. bikarkeppninnar fyrir einni öld. Þetta var fyrsti úrslitaleikur Liverpool í sögu félagsins. Burnely vann 1:0.
YNWA og gleðileg jól!
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Mohamed Salah þokast upp markalistann! -
| Sf. Gutt
Sterkur sigur! -
| Sf. Gutt
Ég er sallarólegur! -
| Sf. Gutt
Vilja vinna allar keppnir! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Meiðslafréttir -
| Sf. Gutt
Jafnglími í höfuðstaðnum -
| Sf. Gutt
Af kvennaliðinu -
| Sf. Gutt
Nýtt félagsmet!
Fréttageymslan