| Heimir Eyvindarson
Liverpool mætir Bournemouth í deildabikarnum annað kvöld. Suðurstrandarliðið er á bullandi siglingu og er sem stendur á toppi næst efstu deildar.
Margir Íslendingar tengja Bournemouth kannski helst við enskukennslu, en um árabil var það til siðs að senda íslensk ungmenni í sumarnám í ensku til borgarinnar. Bournemouth er á suðurströnd Englands, u.þ.b. 150 km. suðaustur af London. Þar búa tæplega 200 þúsund manns og staðurinn er vinsæll sumardvalarstaður, sem helgast kannski helst af því að þar er úrkoma mun minni en gengur og gerist í Bretlandi.
Að minnsta kosti einn fyrrum leikmaður Liverpool hefur leikið með félaginu, en það er meiðslapésinn Jamie Redknapp, sem lék þar undir stjórn Harry föður síns allt þar til að Kenny Dalglish keyrði suðureftir til að kaupa piltinn.
Bournemouth hefur nú leikið 12 leiki í röð án þess að tapa og sjálfstraustið er mikið, örugglega mun meira en í herbúðum okkar manna. Liðið hefur aldrei náð jafn langt í deildabikarnum og miðað við gengi Liverpool að undanförnu mæta leikmenn suðurstrandarliðsins sjálfsagt nokkuð brattir til leiks á miðvikudagskvöld.
Bournemouth er það lið næst efstu deildar sem skorar flest mörk, þannig að það verður að teljast líklegt að hriplek vörn Liverpool sleppi inn einhverjum mörkum á morgun. Liverpool hefur jú ekki haldið hreinu í nema einum af 11 útileikjum þessarar leiktíðar. Bournemouth fær reyndar talsvert mikið af mörkum á sig líka, en miðað við sóknartakta okkar manna upp á síðkastið ætti það ekki að vera sunnlendingunum mikið áhyggjuefni.
Eins og gildir um flest lið sem mæta Liverpool þá er sagan er ekki í liði með Bournemouth. Liðin hafa mæst 5 sinnum í gegnum tíðina og Liverpool hefur aldrei tapað. Tveir leikir hafa endað með jafntefli og þrjá hefur Liverpool unnið, síðast 2-0 í 4. umferð FA bikarsins á síðustu leiktíð þegar Victor Moses og Daniel Sturridge skoruðu mörk okkar manna.
Liverpool leggur það heldur ekki í vana sinn að tapa fyrir neðri deildar liðum í deildabikarnum. Af síðustu 10 slíkum viðureignum hafa 7 endað með sigri Liverpool, en 3 með jafntefli.
Þetta er einungis í annað sinn á síðustu 7 tímabilum sem Liverpool kemst í 8 liða úrslit deildabikarsins. Hitt skiptið var tímabilið 2011-2012, en þá fór Liverpool alla leið og sigraði keppnina. Vonandi veit þessi sturlaða staðreynd á gott.
Liverpool liðið er á frekar vondum stað eins og er. Ég held að við getum öll verið sammála um það. Pressan á Brendan Rodgers minnkaði svo sannarlega ekki við það að tapa 3-0 gegn Man. U. á sunnudaginn.
Hann á ekki marga möguleika á að ná í dollu á þessari leiktíð og mun þessvegna að öllum líkindum ekki spara marga lykilmenn á morgun, þrátt fyrir að stórleikur við Arsenal í deildinni sé handan við hornið.
Reyndar er varla hægt að tala um neina sérstaka lykilmenn í liði Liverpool þessa dagana. Nema þá kannski helst Raheem Sterling. Vonandi fær hann samt hvíld annað kvöld, sem og Steven Gerrard.
Það er líka spurning hvort Brad Jones heldur sæti sínu í markinu eftir að hafa fengið að byrja inn á gegn United. Mín skoðun er reyndar sú að það hafi verið stærstu mistök Rodgers fyrir þann leik, að taka Mignolet út. Jones verður kannski ekki beint sakaður um mörkin, en góður markmaður hefði átt að koma í veg fyrir 1. og 3. markið.
Svo er vonandi að Sakho sé að koma til baka. Hver veit nema hann fái sjénsinn á morgun. Þó er alveg eins líklegt að Rodgers haldi tryggð við Lovren, sem er á góðri leið með að slá félagsmet í mistökum sem leiða til marks. Sendingin glórulausa á Juan Mata á sunnudaginn voru 6. þessháttar mistökin sem hann gerir á leiktíðinni, sem mér er sagt að sé jöfnun á félagsmeti yfir heilt tímabil þannig að Lovren hefur nokkra mánuði til þess að bæta þetta met svo um munar. Ég reyndar ætla ekki að hengja mig upp á þessa tölfræði, en hvað sem því líður er alveg morgunljóst að spilamennska Lovren í vetur réttlætir engan veginn að hann fái að klæðast rauðu treyjunni trekk í trekk.
Það verður að teljast líklegt að Mario Balotelli byrji í framlínunni, hann þarf jú að komast í leikform, og líklega fær Rickie Lambert eitthvað að kíkja inn á völlinn. Það verður síðan fróðlegt að sjá hvort Borini verður í hópnum. Ef hann fær ekki einu sinni að vera með í deildabikarnum þá er alveg pottþétt að hann er á leið burt strax eftir áramót.
Hvernig sem Rodgers stillir upp liðinu á morgun þá er alveg víst að okkar manna bíður erfitt verkefni. Bournemouth er sem fyrr segir á mikilli siglingu og leikmennirnir eru stútfullir af sjálfstrausti. Liðið skorar mikið af mörkum og ef þeir ná 1-2 tveimur á morgun, sem er alls ekki ólíklegt, þá hreinlega sé ég það ekki gerast að Liverpool vinni leikinn. Það er ekki beint okkar helsti styrkur þessa dagana að skora mörk, svo mikið er víst.
En það má heldur ekki líta framhjá því að það voru ákveðin ljósmerki á leik Liverpool á sunnudaginn. Liðið skapaði sér slatta af færum og stundum vottaði meira að segja aðeins fyrir þeim eldmóði sem einkenndi liðið á síðustu leiktíð.
Ég ætla að halda áfram að drekka úr mínu hálffulla glasi og spá Liverpool sigri annað kvöld. 7-6 eftir vítakeppni.
YNWA!
TIL BAKA
Spáð í spilin
Margir Íslendingar tengja Bournemouth kannski helst við enskukennslu, en um árabil var það til siðs að senda íslensk ungmenni í sumarnám í ensku til borgarinnar. Bournemouth er á suðurströnd Englands, u.þ.b. 150 km. suðaustur af London. Þar búa tæplega 200 þúsund manns og staðurinn er vinsæll sumardvalarstaður, sem helgast kannski helst af því að þar er úrkoma mun minni en gengur og gerist í Bretlandi.
Að minnsta kosti einn fyrrum leikmaður Liverpool hefur leikið með félaginu, en það er meiðslapésinn Jamie Redknapp, sem lék þar undir stjórn Harry föður síns allt þar til að Kenny Dalglish keyrði suðureftir til að kaupa piltinn.
Bournemouth hefur nú leikið 12 leiki í röð án þess að tapa og sjálfstraustið er mikið, örugglega mun meira en í herbúðum okkar manna. Liðið hefur aldrei náð jafn langt í deildabikarnum og miðað við gengi Liverpool að undanförnu mæta leikmenn suðurstrandarliðsins sjálfsagt nokkuð brattir til leiks á miðvikudagskvöld.
Bournemouth er það lið næst efstu deildar sem skorar flest mörk, þannig að það verður að teljast líklegt að hriplek vörn Liverpool sleppi inn einhverjum mörkum á morgun. Liverpool hefur jú ekki haldið hreinu í nema einum af 11 útileikjum þessarar leiktíðar. Bournemouth fær reyndar talsvert mikið af mörkum á sig líka, en miðað við sóknartakta okkar manna upp á síðkastið ætti það ekki að vera sunnlendingunum mikið áhyggjuefni.
Eins og gildir um flest lið sem mæta Liverpool þá er sagan er ekki í liði með Bournemouth. Liðin hafa mæst 5 sinnum í gegnum tíðina og Liverpool hefur aldrei tapað. Tveir leikir hafa endað með jafntefli og þrjá hefur Liverpool unnið, síðast 2-0 í 4. umferð FA bikarsins á síðustu leiktíð þegar Victor Moses og Daniel Sturridge skoruðu mörk okkar manna.
Liverpool leggur það heldur ekki í vana sinn að tapa fyrir neðri deildar liðum í deildabikarnum. Af síðustu 10 slíkum viðureignum hafa 7 endað með sigri Liverpool, en 3 með jafntefli.
Þetta er einungis í annað sinn á síðustu 7 tímabilum sem Liverpool kemst í 8 liða úrslit deildabikarsins. Hitt skiptið var tímabilið 2011-2012, en þá fór Liverpool alla leið og sigraði keppnina. Vonandi veit þessi sturlaða staðreynd á gott.
Liverpool liðið er á frekar vondum stað eins og er. Ég held að við getum öll verið sammála um það. Pressan á Brendan Rodgers minnkaði svo sannarlega ekki við það að tapa 3-0 gegn Man. U. á sunnudaginn.
Hann á ekki marga möguleika á að ná í dollu á þessari leiktíð og mun þessvegna að öllum líkindum ekki spara marga lykilmenn á morgun, þrátt fyrir að stórleikur við Arsenal í deildinni sé handan við hornið.
Reyndar er varla hægt að tala um neina sérstaka lykilmenn í liði Liverpool þessa dagana. Nema þá kannski helst Raheem Sterling. Vonandi fær hann samt hvíld annað kvöld, sem og Steven Gerrard.
Það er líka spurning hvort Brad Jones heldur sæti sínu í markinu eftir að hafa fengið að byrja inn á gegn United. Mín skoðun er reyndar sú að það hafi verið stærstu mistök Rodgers fyrir þann leik, að taka Mignolet út. Jones verður kannski ekki beint sakaður um mörkin, en góður markmaður hefði átt að koma í veg fyrir 1. og 3. markið.
Svo er vonandi að Sakho sé að koma til baka. Hver veit nema hann fái sjénsinn á morgun. Þó er alveg eins líklegt að Rodgers haldi tryggð við Lovren, sem er á góðri leið með að slá félagsmet í mistökum sem leiða til marks. Sendingin glórulausa á Juan Mata á sunnudaginn voru 6. þessháttar mistökin sem hann gerir á leiktíðinni, sem mér er sagt að sé jöfnun á félagsmeti yfir heilt tímabil þannig að Lovren hefur nokkra mánuði til þess að bæta þetta met svo um munar. Ég reyndar ætla ekki að hengja mig upp á þessa tölfræði, en hvað sem því líður er alveg morgunljóst að spilamennska Lovren í vetur réttlætir engan veginn að hann fái að klæðast rauðu treyjunni trekk í trekk.
Það verður að teljast líklegt að Mario Balotelli byrji í framlínunni, hann þarf jú að komast í leikform, og líklega fær Rickie Lambert eitthvað að kíkja inn á völlinn. Það verður síðan fróðlegt að sjá hvort Borini verður í hópnum. Ef hann fær ekki einu sinni að vera með í deildabikarnum þá er alveg pottþétt að hann er á leið burt strax eftir áramót.
Hvernig sem Rodgers stillir upp liðinu á morgun þá er alveg víst að okkar manna bíður erfitt verkefni. Bournemouth er sem fyrr segir á mikilli siglingu og leikmennirnir eru stútfullir af sjálfstrausti. Liðið skorar mikið af mörkum og ef þeir ná 1-2 tveimur á morgun, sem er alls ekki ólíklegt, þá hreinlega sé ég það ekki gerast að Liverpool vinni leikinn. Það er ekki beint okkar helsti styrkur þessa dagana að skora mörk, svo mikið er víst.
En það má heldur ekki líta framhjá því að það voru ákveðin ljósmerki á leik Liverpool á sunnudaginn. Liðið skapaði sér slatta af færum og stundum vottaði meira að segja aðeins fyrir þeim eldmóði sem einkenndi liðið á síðustu leiktíð.
Ég ætla að halda áfram að drekka úr mínu hálffulla glasi og spá Liverpool sigri annað kvöld. 7-6 eftir vítakeppni.
YNWA!
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Steven syrgir Sven -
| Sf. Gutt
Harvey Elliott meiddur -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Leikjatilfærslur -
| Sf. Gutt
Fulltrúar Liverpool á EM -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Brighton og Liverpool – Leicester -
| Sf. Gutt
Nýr búningur kynntur -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Frábær úrslit! -
| Sf. Gutt
Merkileg tímamót!
Fréttageymslan