| Sf. Gutt
Landsleikjahlé að baki og fullt af mönnum meiddir. Maður kemur í manns stað og nú hefst baráttan á nýjan leik. Það dugir ekki annað en að gefa allt í hvern einasta leik því það eru stig í húfi í deild og svo hefst Evrópuvegferð eftir helgina sem vonandi verður bæði löng og spennandi.
En eitt í einu. Síðdegis á morgun mætir Liverpool Aston Villa í Musterinu. Það eru bara þrjú stig í boði fyrir þennan leik en það er víst ekki hægt að ná fleirum í einu. Stundum er talað um að þessi eða hinn leikurinn sé mikilvægari en annar og sex stiga leikirnir eru annálaðir.
Liverpool hefur aðeins náð tveimur stigum af síðustu níu gegn Aston Villa á Anfield síðustu þrjár leiktíðir. Tap og tvö jafntefli sem bæði náðust naumlega. Á sama tíma hefur Liverpool unnið alla leiki liðanna á Villa Park. Þetta er býsna merkilegt því Villa hefur ekki verið að gera garðinn frægan á útivöllum síðustu árin.
Það er gríðarlega mikill missir fyrir Liverpool að hafa Daniel Sturridge ekki til taks næstu vikurnar. Hann er einfaldlega einn besti sóknarmaður á Bretlandi og getur að mínu áliti orðið enn betri en hann er nú þegar orðinn. Þetta gefur þó Mario Balotelli sviðið og hann á örugglega eftir að njóta þess að vera þar. Það býr mikið í Ítalanum, sem er ólíkindatól, en hann þarf að nýta hæfileika sína og koma skikk á höfuðið innan vallar sem utan. Fjarvera Daniel á líka eftir að færa Rickie Lambert og Fabio Borini framar í sóknarmannaröðina.
Aston Villa hefur byrjað leiktíðina aldeilis vel og er stigi fyrir ofan Liverpool í þriðja sæti. Leikur liðanna núna er því kannski stærri en leikir liðanna á síðustu árum. Liðið bjargaði sér frá falli á lokasprettinum í vor með harðfylgi og sparkspekingar hafa talið sig sjá meiri baráttu í liðinu það sem af er leiktíðar. Liverpool vinnur þó öruggan 3:0 sigur eftir því sem ég held. Mario opnar markareikning sinn og skorar tvö. Jordan Henderson fær líka mark fært til bókar.
Hér spjallar Brendan Rodgers um leikinn á blaðamannafundi.
Liverpool vann Aston Villa síðasta á Anfield Road í desember 2010. Roy Hodgson var framkvæmdastjóri Liverpool en Gerard Houllier stjóri Villa. Gerard var sérlega vel tekið fyrir leikinn en Liverpool vann öruggan 3:0 sigur með mörkin David Ngog, Ryan Babel og Maxi Rodriguez.
Gerard sagði eftir leikinn að fyrst Villa hefði þurft að tapa þá hefði verið gott að tapið skyldi vera gegn Liverpool. Stuðningsmönnum Villa þótti þetta ekki fyndið!
YNWA
TIL BAKA
Spáð í spilin
Liverpool v Aston Villa
Landsleikjahlé að baki og fullt af mönnum meiddir. Maður kemur í manns stað og nú hefst baráttan á nýjan leik. Það dugir ekki annað en að gefa allt í hvern einasta leik því það eru stig í húfi í deild og svo hefst Evrópuvegferð eftir helgina sem vonandi verður bæði löng og spennandi.
En eitt í einu. Síðdegis á morgun mætir Liverpool Aston Villa í Musterinu. Það eru bara þrjú stig í boði fyrir þennan leik en það er víst ekki hægt að ná fleirum í einu. Stundum er talað um að þessi eða hinn leikurinn sé mikilvægari en annar og sex stiga leikirnir eru annálaðir.
Þegar Liverpool mætti Aston Villa á sama stað á síðustu leiktíð varð niðurstaðan 2:2 jafntefli og slapp Liverpool vel með það. Þar töpuðust tvö stig og Liverpool endaði tveimur stigum á eftir Manchester City þegar upp var staðið. Samt hafði aldrei verið rætt um sex stiga leik áður en Liverpool tók a móti Villa. Þetta sýnir að öll stig sama við hverja er spilað skipta máli.
Liverpool hefur aðeins náð tveimur stigum af síðustu níu gegn Aston Villa á Anfield síðustu þrjár leiktíðir. Tap og tvö jafntefli sem bæði náðust naumlega. Á sama tíma hefur Liverpool unnið alla leiki liðanna á Villa Park. Þetta er býsna merkilegt því Villa hefur ekki verið að gera garðinn frægan á útivöllum síðustu árin.
Það er gríðarlega mikill missir fyrir Liverpool að hafa Daniel Sturridge ekki til taks næstu vikurnar. Hann er einfaldlega einn besti sóknarmaður á Bretlandi og getur að mínu áliti orðið enn betri en hann er nú þegar orðinn. Þetta gefur þó Mario Balotelli sviðið og hann á örugglega eftir að njóta þess að vera þar. Það býr mikið í Ítalanum, sem er ólíkindatól, en hann þarf að nýta hæfileika sína og koma skikk á höfuðið innan vallar sem utan. Fjarvera Daniel á líka eftir að færa Rickie Lambert og Fabio Borini framar í sóknarmannaröðina.
Aston Villa hefur byrjað leiktíðina aldeilis vel og er stigi fyrir ofan Liverpool í þriðja sæti. Leikur liðanna núna er því kannski stærri en leikir liðanna á síðustu árum. Liðið bjargaði sér frá falli á lokasprettinum í vor með harðfylgi og sparkspekingar hafa talið sig sjá meiri baráttu í liðinu það sem af er leiktíðar. Liverpool vinnur þó öruggan 3:0 sigur eftir því sem ég held. Mario opnar markareikning sinn og skorar tvö. Jordan Henderson fær líka mark fært til bókar.
Hér spjallar Brendan Rodgers um leikinn á blaðamannafundi.
Vissir þú?
Liverpool vann Aston Villa síðasta á Anfield Road í desember 2010. Roy Hodgson var framkvæmdastjóri Liverpool en Gerard Houllier stjóri Villa. Gerard var sérlega vel tekið fyrir leikinn en Liverpool vann öruggan 3:0 sigur með mörkin David Ngog, Ryan Babel og Maxi Rodriguez.
Gerard sagði eftir leikinn að fyrst Villa hefði þurft að tapa þá hefði verið gott að tapið skyldi vera gegn Liverpool. Stuðningsmönnum Villa þótti þetta ekki fyndið!
YNWA
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Alisson gæti verið frá í rúman mánuð! -
| Sf. Gutt
Það var fyrir níu árum! -
| Sf. Gutt
Jarell Quansah gerir nýjan samning -
| Sf. Gutt
Alisson meiddur -
| Sf. Gutt
Áfram á toppnum! -
| Sf. Gutt
Federico meiddur -
| Sf. Gutt
Arne Slot setur nýtt félagsmet! -
| Sf. Gutt
Hinsta ferð Ron Yeats -
| Sf. Gutt
Er ekkert að spá í stigatöfluna! -
| Sf. Gutt
Arne Slot setur nýtt félagsmet!
Fréttageymslan