Síðasti æfingaleikurinn
Liverpool leikur á morgun síðasta síðasta æfingaleik sinn fyrir komandi sparktíð. Líkt og oftast síðustu ár mun Liverpool spila síðasta æfingaleikinn áður en alvaran hefst á Anfield. Þetta árið kemur þýska liðið Borussia Dortmund í heimsókn.
Bæði liði enduðu í öðru sæti í sinni deild á síðustu leiktíð. Dortmund lék líka til úrslita í þýsku bikarkeppninni og tapaði þar fyrir Bayern Munchen sem vann líka deildina. Dortmund hefur verið meðal bestu liða Þýskalands á síðustu árum og vann deildina árin 2011 og 2012. Seinna árið vann liðið tvöfalt. Alls hefur liðið unnið deildina átta sinnum og bikarinn þrisvar. Árið 1997 vann Dortmund Evrópubikarinn. Árið 1966 vann Dortmund Evrópukeppni bikarhafa eftir sigur á Liverpool í úrslitaleik. Dortmund vann 2:1 á Hampden Park í Glasgow.
Dortmund hefur þótt eitt allra skemmtilegasta lið í Evrópu síðustu árin undir stjórn Jurgen Klopp. Hann var orðaður við framkvæmdastjórastöðu Liverpool 2011 þegar Roy Hodgson fór og eins árið eftir þegar starfið var laust eftir að Kenny Dalglish vék. Jurgen hefur haldið tryggð við Dortmund og á hrós skilið fyrir það.
-
| Sf. Gutt
Spáð í spilin -
| Sf. Gutt
Trent meiddur -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Newcastle -
| Sf. Gutt
Hvað gerist? - Uppfært í dag og fram á kvöld! -
| Sf. Gutt
Mohamed tryggði mikilvægan sigur! -
| Sf. Gutt
Öruggur sigur! -
| Sf. Gutt
Steven Gerrard hættur í Sádi Arabíu -
| Sf. Gutt
Af lánsmönnum -
| Sf. Gutt
Léttur sigur!