| Áskell Bjarnason

Patrik Berger allur að koma til!

Ekki er ólíklegt að Patrik Berger fái að leika í kvöld gegn Grimsby. Það er hins vegar alveg ljóst að hann mun ekki leika allan leikinn. Berger hefur verið frá vegna hnjámeiðsla í tvo mánuði en lék sínar fyrstu 30 mínútur með varaliðinu í síðustu viku.

Gerard Houllier sagði að Berger væri enn ekki fyllilega tilbúinn. “Hann lék í hálftíma með varaliðinu um daginn án þess að finna til í hnénu. Hann verður örugglega ekki í byrjunarliðinu en gæti komið inná.”

Þá lofar Houllier að stilla upp sterku liði í kvöld gegn Grimsby en viðurkenndi þó að einhverjir fastamanna fengju að hvíla. Einnig væru margir leikmanna búnir að vera í erfiðum ferðalögum. Þannig hafi John Arne Riise verið í Armeníu og hann mundi taka tillit til slíkra þátta.

“En við unnum Newscastle án sex fastamanna þannig að hópurinn er nægilega breiður til að klárað dæmið.”

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan