| Sf. Gutt
Unglingurinn Joao Carlos Teixeira kom sannarlega við sögu á lokakaflanum í sigrinum mikilvæga á móti Fulham á miðvikudagskvöldið. Portúgalski strákurinn þakkaði fyrir sig eftir leikinn.
,,Þetta var frábært og ég er virkilega ánægður. Mig langar að þakka framkvæmdastjóranum og öllum liðsfélögum mínum fyrir að hjálpa mér að taka framförum á hverjum degi. Ég hef lagt mikið á mig til að ná þeim áfanga að leika minn fyrsta leik. Ég er virkilega hamingjusamur því við unnum leikinn."
Joao þótti koma sterkur til leiks og átti nokkar góðar sendingar. Hann átti til dæmis sendinguna á Daniel Sturridge áður en brotið var á honum og vítið dæmt sem réði úrslitum. Hann skaut tvívegis að marki og seinna skot hans fór rétt yfir.
,,Ég var ekkert taugaóstyrkur, mér leið vel og hafði trú á mér. Stjórinn gaf mér sjálfstraust. Ég kom bara inn á og gerði mitt besta. Framkvæmdastjórinn sagði að ég gæti kannski skorað og það yrði frábært ef það tækist. Ég hafði sjálfstraust og reyndi. Það tókst ekki en það kemur annað tækifæri."
Joao kom til Liverpool frá Sporting í Lissabon og þykir mikið efni. Hver veit nema hann fái aftur tækifæri með aðalliðinu áður en langt um líður. Brendan Rodgers hefur verið óhræddur við að hafa unga leikmenn í liðinu. Brad Smith lék sinn fyrsta leik um jólin. Jordan Ibe kom inn á á móti Arsenal um síðustu helgi og Jordan Rossiter hefur verið á bekknum í nokkur skipti.
TIL BAKA
Unglingurinn þakkar fyrir sig!

,,Þetta var frábært og ég er virkilega ánægður. Mig langar að þakka framkvæmdastjóranum og öllum liðsfélögum mínum fyrir að hjálpa mér að taka framförum á hverjum degi. Ég hef lagt mikið á mig til að ná þeim áfanga að leika minn fyrsta leik. Ég er virkilega hamingjusamur því við unnum leikinn."
Joao þótti koma sterkur til leiks og átti nokkar góðar sendingar. Hann átti til dæmis sendinguna á Daniel Sturridge áður en brotið var á honum og vítið dæmt sem réði úrslitum. Hann skaut tvívegis að marki og seinna skot hans fór rétt yfir.
,,Ég var ekkert taugaóstyrkur, mér leið vel og hafði trú á mér. Stjórinn gaf mér sjálfstraust. Ég kom bara inn á og gerði mitt besta. Framkvæmdastjórinn sagði að ég gæti kannski skorað og það yrði frábært ef það tækist. Ég hafði sjálfstraust og reyndi. Það tókst ekki en það kemur annað tækifæri."
Joao kom til Liverpool frá Sporting í Lissabon og þykir mikið efni. Hver veit nema hann fái aftur tækifæri með aðalliðinu áður en langt um líður. Brendan Rodgers hefur verið óhræddur við að hafa unga leikmenn í liðinu. Brad Smith lék sinn fyrsta leik um jólin. Jordan Ibe kom inn á á móti Arsenal um síðustu helgi og Jordan Rossiter hefur verið á bekknum í nokkur skipti.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Nýr varafyrirliði -
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Mummi
Fjölskylduhátíð Liverpoolklúbbsins á Íslandi -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Nýtt félagsmet! -
| Sf. Gutt
Verðlaun í fyrsta leik! -
| Sf. Gutt
Enn orðaður við Liverpool -
| Sf. Gutt
Sagan endalausa! -
| Sf. Gutt
Verðlaun í fyrsta leik! -
| Mummi
Miðasala á Liverpoolleiki
Fréttageymslan