| Sf. Gutt

Það var fyrir átta árum! Robbie snýr heim!

Það eru átta ár liðin frá því tilkynnt var um endukomu Robbie Fowler. Það var nú varla að stuðningsmenn Liverpool tryðu sínum eigin eyrum og þá kannski helst vegna þess að þetta væri of gott til að vera satt. En þetta var satt. Forráðamenn Manchester City gáfu Robbie frjálsa sölu og þar með komst hann aftur heim til Liverpool. Svona var greint frá endurkomunni á Liverpool.is.  

Robbie sagði þetta daginn eftir að endurkoman var tilkynnt. ,,Eftir að ég skrifaði undir samninginn sat ég í bílnum mínum fyrir utan Anfield og tilfinningarnar fóru á fullt. Þetta er ótrúlegt, algjör draumur fyrir mig. Ég trúi vart að ég sé kominn aftur. Mín mesta eftirsjá í boltanum var síðasti leikur minn fyrir Liverpool þegar ég var tekinn af velli í hálfleik gegn Sunderland. Ég fékk aldrei tækifæri til að kveðja stuðningsmennina."

,,Núna fæ ég tækifæri á að gera hlutina af alvöru fyrir aðdáendurna og það er frábær tilfinning. Ég kominn hingað og ég er algjörlega með hugann við framtíð félagsins. Ég veit hverjar líkurnar eru, ég er hér á stuttum samningi og hvað gerist á eftir er algjörlega í mínu valdi."

,,Ég er kominn aftur til Liverpool því félagið og aðdáendurnir hafa alltaf verið í hjarta mínu og ég vona að ég geti gefið þeim eitthvað til baka eftir þann frábæran stuðning sem þeir hafa alltaf sýnt mér, jafnvel þegar ég hef verið að spila með öðru liði."

Seinni dvöl Robbie hjá Liverpool gekk vel og stuðningsmenn Liverpool nutu þess að sjá hann leika á nýjan leik. Sumum þótti jafnvel að hann hefði mátt spila meira en hann var auðvitað búinn með sitt besta. Seinni dvölinni lauk vorið 2007. Hann skoraði 12 mörk á endurkomutímanum og endaði feril sinn hjá félaginu með 183 mörk í 396 leikjum.

Robbie hefur nú hætt knattspyrnuiðkun og starfar sem sparkspekingur auk þess að hafa verið sendiherra Liverpool F.C. og Warrior við ýmis tækifæri. Hann hefur menntað sig í þjálfun og hefur hug á að starfa við slíkt. Hann hefur aðeins komið við á æfingasvæði Liverpool. Eins hefur hann af og til verið orðaður við lausar framkvæmdastjórastöður. Eins og allir vita verður Robbie Fowler heiðursgestur á árshátíð Liverpool klúbbsins núna í mars.TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan