| Sf. Gutt
TIL BAKA
Fékk sér flatböku eftir fyrsta markið!
Jon Flanagan skoraði sitt fyrsta mark fyrir aðallið Liverpool í stórsigrinum á Tottenham. Hann segist hafa fengið sér flatböku þegar heim kom. Hann horfði svo á þáttinn um ensku knattspyrnuna til að sjá markið sitt! Jon sagðist svo frá í viðtali við Liverpool Echo.
,,Ég kom heim rétt áður en þátturinn ,,Leikur dagins", Match of the Day 2, byrjaði og fékk mér Domino´s flatböku. Það var gaman að horfa á markið aftur og ég tók það líka upp. Ég er enn í skýjunum. Það var algjör draumur að skora. Þetta var fullkominn dagur því pabbi, tveir frændur mínir og nokkrir vinir mínir voru á leiknum. Það var frábært að gleðjast með þeim."
,,Allir strákarnir hrúguðust ofan á mig og þeir voru rosalega ánægðir fyrir mína hönd. Ég held að þeir hafi ekki átt von á því að ég myndi skora því það gerist ekki oft. Ég held að ég hafi skorað síðast á móti Crystal Palace fyrir undir 21. árs liðið. Það voru örugglega milli 30 og 40 skilaboð í símanum mínum þegar ég kom í búningsklefann."
En hvernig var svo markið? Svona var það með orðum Jon.
,,Framkvæmdastjórinn hefur verið að segja mér að sækja og koma mér inn í vítateiginn. Ég sá Jordan Henderson komast í gegn og þar sem þeir voru bara 10 þá áttaði ég mig á því að það var nóg svæði fyrir mig. Svo fékk Luis Suarez boltann og ég vonaði að hann myndi sjá mig. Fyrirgjöfin frá honum var frábær, boltinn féll fullkomlega fyrir mig og ég ákvað að skjóta viðstöðulaust."
,,Ef satt skal segja þá hélt ég að boltinn færi í slána og út en það var alveg ótrúleg tilfinning að sjá boltann hafna í netinu. Svo fór bara allt í rugl. Andskotinn sjálfur, hugsaði ég, ég er búinn að skora!"
Markið og fögnuðurinn á eftir var eitt af þessum mögnuðu andartökum í knattspyrnunni sem verða lengi í minnum höfð. Jon Flanagan á minnsta kosti aldrei eftir að gleyma markinu magnaða á White Hart Lane!
,,Ég kom heim rétt áður en þátturinn ,,Leikur dagins", Match of the Day 2, byrjaði og fékk mér Domino´s flatböku. Það var gaman að horfa á markið aftur og ég tók það líka upp. Ég er enn í skýjunum. Það var algjör draumur að skora. Þetta var fullkominn dagur því pabbi, tveir frændur mínir og nokkrir vinir mínir voru á leiknum. Það var frábært að gleðjast með þeim."
,,Allir strákarnir hrúguðust ofan á mig og þeir voru rosalega ánægðir fyrir mína hönd. Ég held að þeir hafi ekki átt von á því að ég myndi skora því það gerist ekki oft. Ég held að ég hafi skorað síðast á móti Crystal Palace fyrir undir 21. árs liðið. Það voru örugglega milli 30 og 40 skilaboð í símanum mínum þegar ég kom í búningsklefann."
En hvernig var svo markið? Svona var það með orðum Jon.
,,Framkvæmdastjórinn hefur verið að segja mér að sækja og koma mér inn í vítateiginn. Ég sá Jordan Henderson komast í gegn og þar sem þeir voru bara 10 þá áttaði ég mig á því að það var nóg svæði fyrir mig. Svo fékk Luis Suarez boltann og ég vonaði að hann myndi sjá mig. Fyrirgjöfin frá honum var frábær, boltinn féll fullkomlega fyrir mig og ég ákvað að skjóta viðstöðulaust."
,,Ef satt skal segja þá hélt ég að boltinn færi í slána og út en það var alveg ótrúleg tilfinning að sjá boltann hafna í netinu. Svo fór bara allt í rugl. Andskotinn sjálfur, hugsaði ég, ég er búinn að skora!"
Markið og fögnuðurinn á eftir var eitt af þessum mögnuðu andartökum í knattspyrnunni sem verða lengi í minnum höfð. Jon Flanagan á minnsta kosti aldrei eftir að gleyma markinu magnaða á White Hart Lane!
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Leikjatilfærslur -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Fulltrúar Liverpool á EM -
| Sf. Gutt
Darwin í banni með Úrúgvæ -
| Sf. Gutt
Vil vinna allt! -
| Sf. Gutt
Craig Bellamy tekur við Wales -
| Sf. Gutt
Mikill fjöldi landsliðsmanna -
| Sf. Gutt
Af mikilvægi andlegrar heilsu -
| Sf. Gutt
Til hamingju! -
| Sf. Gutt
Alisson gæti verið frá í rúman mánuð!
Fréttageymslan