| Sf. Gutt
Liverpool þarf á öllu sínu að halda á laugardaginn þegar liðið mætir Everton. Luis Suarez lék heima í Úrúgvæ í gærkvöldi en var drifinn upp í einkaþotu eftir landsleik Úrúgvæ og Jórdaníu og var stefnan tekin til Liverpool.
Hermt er að John Henry eigandi Liverpool hafi lagt til einkaþotu til að koma Luis sem allra fyrst heim svo hann geti farið að undirbúa sig fyrir borgarslaginn. Brendan Rodgers staðfesti á blaðamannafundi í dag að Luis hefði verið flogið heim.
Luis hefur gengið býsna vel að skora a móti Everton þannig að miklu skiptir að hann verði búinn að hvíla sig og tilbúinn í slaginn um hádegisbilið á laugardaginn. Ef rétt er munað hefur Luis skorað þrívegis gegn Everton. Vonandi bætir hann á þann markalista á móti Bláliðum. Toppsætið í deildinni er í húfi!
TIL BAKA
Heim í einkaþotu!

Hermt er að John Henry eigandi Liverpool hafi lagt til einkaþotu til að koma Luis sem allra fyrst heim svo hann geti farið að undirbúa sig fyrir borgarslaginn. Brendan Rodgers staðfesti á blaðamannafundi í dag að Luis hefði verið flogið heim.
Luis hefur gengið býsna vel að skora a móti Everton þannig að miklu skiptir að hann verði búinn að hvíla sig og tilbúinn í slaginn um hádegisbilið á laugardaginn. Ef rétt er munað hefur Luis skorað þrívegis gegn Everton. Vonandi bætir hann á þann markalista á móti Bláliðum. Toppsætið í deildinni er í húfi!
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Af spjöldum sögunnar! -
| Mummi
Við minnum á aðalfund klúbbsins þann 6. maí nk. -
| Sf. Gutt
Hamingjuóskir frá Jürgen Klopp! -
| Sf. Gutt
Útilokað að tapa leiknum! -
| Sf. Gutt
Liverpool er Englandsmeistari 2025! -
| Sf. Gutt
Eitt stig dugir! -
| Sf. Gutt
Ljúkum verkefninu! -
| Sf. Gutt
Gleðilegt sumar! -
| Sf. Gutt
Conor Bradley Leikmaður ársins hjá Norður Írum -
| Sf. Gutt
Þrjú stig duga!
Fréttageymslan