| Sf. Gutt

Daniel hrakfallabálkur og lyftingalóðin

Það eru gömul sannindi og ný að Daniel Agger er hrakfallabálkur. Síðustu meiðsli hans sanna það svo um munar. Það kom á óvart að Daniel Agger var ekki í liði Liverpool á móti Swansea á mánudagskvöldið en svo kom í ljós að hann var meiddur og það kom svo sem ekkert á óvart ef mið er tekið af meiðslasögu hans. En þessi meiðsli voru nú með þeim furðulegri. 

Reyndar er nú ekki auðvelt að sjá fyrir sér hvernig Daniel meiddist en eftir því sem helst var að skilja þá voru lyftingalóð þess valdandi að varafyrirliðinn gat ekki spilað! Jú, Daniel var í líkamsræktarsalnum á Melwood og þar runnu lyftingalóð til ef rétt er skilið. Daninn vék sér undan með þeim afleiðingum að hann meiddist á annarri síðunni. Ekki er alveg víst að þetta sé rétt skilið en svona gerðist þetta einhvern veginn. 

Að minnsta kosti gat Daniel ekki spilað á móti Swansea en Brendan Rodgers sagði á blaðamannafundi í dag að vonir stæðu til að hann yrði orðinn leikfær á laugardaginn þegar Liverpool tekur á móti Southampton á Anfield. En lyftingalóð geta sem sagt verið varasöm!
TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan