| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Salan á Jay Spearing staðfest
Nú rétt í þessu staðfesti opinbera heimasíða félagsins söluna á Jay Spearing til Bolton Wanderers. Eins og kom fram í frétt hér á þessum vef fyrr í vikunni þá var félagið búið að samþykkja kauptilboð Bolton og Jay Spearing á leið í læknisskoðun.
Félagsskiptin hafa nú verið staðfest formlega af báðum félögum og er því lítið annað að gera en að óska Jay velfarnarðar hjá nýju félagi. Hann var valinn leikmaður ársins hjá félaginu á síðasta tímabili, en hann var lánsmaður þar, af stuðningsmönnum félagsins og vonandi stendur hann sig jafn vel á komandi tímabili.
Jay er uppalinn hjá Liverpool og varð Unglingabikarmeistari með liðinu 2006 og 2007 en þá var hann fyrirliði liðsins. Hann var svo í varaliðinu sem varð landsmeistari 2008. Síðla árs sama ár lék hann fyrsta leik sinn með aðalliðinu. Jay þótti á þessum tíma mikið efni og jafnvel talinn framtíðarmiðjumaður hjá Liverpool. Árið 2010 lék hann um tíma sem lánsmaður hjá Leicester City og stóð sig vel.
Það var ekki fyrr en Roy Hodgson tók við að Jay fékk að spreyta sig að ráði en mest og best lék hann undir stjórn Kenny Dalglish. Lengst spilaði hann í liðinu vegna meiðsla Lucas Leiva. Hann var varamaður þegar Liverpool vann Deildarbikarinn eftir vítaspyrnusigurinn á Cardiff 2012. Hann kom ekki við sögu í leiknum. Hann var í byrjunarliðinu þegar Liverpool tapaði 2:1 fyrir Chelsea í úrslitaleiknum um F.A. bikarinn þá um vorið en náði sér ekki á strik í leiknum.
Brendan Rodgers notaði Jay lítið og lánaði hann til Bolton eins og fram hefur komið. Hann lék nokkra af æfingaleikjunum í sumar og nú síðast í Noregi í vikunni. Alls lék Jay 55 leiki með aðalliði Liverpool. Hann náði ekki að komast á markalista.
Hér má kynna sér allt um feril Jay Spearing á LFCHISTORY.NET.
Félagsskiptin hafa nú verið staðfest formlega af báðum félögum og er því lítið annað að gera en að óska Jay velfarnarðar hjá nýju félagi. Hann var valinn leikmaður ársins hjá félaginu á síðasta tímabili, en hann var lánsmaður þar, af stuðningsmönnum félagsins og vonandi stendur hann sig jafn vel á komandi tímabili.
Jay er uppalinn hjá Liverpool og varð Unglingabikarmeistari með liðinu 2006 og 2007 en þá var hann fyrirliði liðsins. Hann var svo í varaliðinu sem varð landsmeistari 2008. Síðla árs sama ár lék hann fyrsta leik sinn með aðalliðinu. Jay þótti á þessum tíma mikið efni og jafnvel talinn framtíðarmiðjumaður hjá Liverpool. Árið 2010 lék hann um tíma sem lánsmaður hjá Leicester City og stóð sig vel.
Það var ekki fyrr en Roy Hodgson tók við að Jay fékk að spreyta sig að ráði en mest og best lék hann undir stjórn Kenny Dalglish. Lengst spilaði hann í liðinu vegna meiðsla Lucas Leiva. Hann var varamaður þegar Liverpool vann Deildarbikarinn eftir vítaspyrnusigurinn á Cardiff 2012. Hann kom ekki við sögu í leiknum. Hann var í byrjunarliðinu þegar Liverpool tapaði 2:1 fyrir Chelsea í úrslitaleiknum um F.A. bikarinn þá um vorið en náði sér ekki á strik í leiknum.
Brendan Rodgers notaði Jay lítið og lánaði hann til Bolton eins og fram hefur komið. Hann lék nokkra af æfingaleikjunum í sumar og nú síðast í Noregi í vikunni. Alls lék Jay 55 leiki með aðalliði Liverpool. Hann náði ekki að komast á markalista.
Hér má kynna sér allt um feril Jay Spearing á LFCHISTORY.NET.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Arne Slot setur nýtt félagsmet! -
| Sf. Gutt
Stóð sannarlega undir væntingum! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Stórsigur í Deildarbikarnum! -
| Sf. Gutt
Íslenskir heiðursgestir á Anfield! -
| Sf. Gutt
Trent kominn upp í 100! -
| Sf. Gutt
Sorgarfréttir -
| Sf. Gutt
Fjórir sigrar í röð í Mílanó! -
| Sf. Gutt
Ótrúlegur munur! -
| Sf. Gutt
Til hamingju!
Fréttageymslan