| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Salan á Jay Spearing staðfest
Nú rétt í þessu staðfesti opinbera heimasíða félagsins söluna á Jay Spearing til Bolton Wanderers. Eins og kom fram í frétt hér á þessum vef fyrr í vikunni þá var félagið búið að samþykkja kauptilboð Bolton og Jay Spearing á leið í læknisskoðun.
Félagsskiptin hafa nú verið staðfest formlega af báðum félögum og er því lítið annað að gera en að óska Jay velfarnarðar hjá nýju félagi. Hann var valinn leikmaður ársins hjá félaginu á síðasta tímabili, en hann var lánsmaður þar, af stuðningsmönnum félagsins og vonandi stendur hann sig jafn vel á komandi tímabili.
Brendan Rodgers notaði Jay lítið og lánaði hann til Bolton eins og fram hefur komið. Hann lék nokkra af æfingaleikjunum í sumar og nú síðast í Noregi í vikunni. Alls lék Jay 55 leiki með aðalliði Liverpool. Hann náði ekki að komast á markalista.
Hér má kynna sér allt um feril Jay Spearing á LFCHISTORY.NET.

Félagsskiptin hafa nú verið staðfest formlega af báðum félögum og er því lítið annað að gera en að óska Jay velfarnarðar hjá nýju félagi. Hann var valinn leikmaður ársins hjá félaginu á síðasta tímabili, en hann var lánsmaður þar, af stuðningsmönnum félagsins og vonandi stendur hann sig jafn vel á komandi tímabili.


Brendan Rodgers notaði Jay lítið og lánaði hann til Bolton eins og fram hefur komið. Hann lék nokkra af æfingaleikjunum í sumar og nú síðast í Noregi í vikunni. Alls lék Jay 55 leiki með aðalliði Liverpool. Hann náði ekki að komast á markalista.
Hér má kynna sér allt um feril Jay Spearing á LFCHISTORY.NET.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Jeremie Frimpong búinn að ná sér -
| Sf. Gutt
Virgil van Dijk í úrvalslið í fimmta sinn! -
| Sf. Gutt
Dómur upp kveðinn -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Mohamed fer til Marokkó -
| Sf. Gutt
Engin vandamál! -
| Sf. Gutt
Cody Gakpo meiddur -
| Sf. Gutt
Hvað gerist næst? -
| Sf. Gutt
Sætur sigur á San Siro! -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum
Fréttageymslan

