| Sf. Gutt
TIL BAKA
Sigur í síðasta leik Jamie
Liverpool vann sigur í síðasta leik leiktíðarinnar sem var um leið síðasti leikur Jamie Carragher. Liverpool lagði falllið Queens Park Rangers að velli 1:0 á Anfield Road. Mögnuðum ferli Jamie er lokið en Liverpool Football Club heldur áfram!
Jamie Carragher var að sjálfsögðu í sviðsljósinu fyrir leikinn og reynar allt þar til hann fékk heiðursskiptingu fimm mínútum fyrir leikslok. Jamie gekk út til leiks með syni sínum og dóttur í gegnum heiðursvörð leikmanna liðanna og starfsfólks. Hver einasti maður í Musterinu klappaði fyrir þessum mikla kappa.
Varla nokkuð annað en Jamie var til umræðu í aðdraganda leiksins en reyndar voru það all mikil tíðindi að Jordan Ibe, seytján ára útherji, skyldi vera valinn í byrjunarliðið í fyrsta sinn. Kannski var Brendan Rodgers með vali hans að sýna að lífið héldi áfram. Það er ungur tekur við af gömlum. Maður kemur í manns stað!
Liverpool byrjaði af miklum krafti og strax eftir eina og hálfa mínútu lá boltinn í marki Q.P.R. eða það voru heimamenn að minnsta kosti vissir um. Stewart Downing tók horn frá hægri og við fjærstöngina beygði Philippe Coutinho sig fram að skallaði að marki. Einn gestanna kom boltanum frá en hann virtist áður hafa farið inn fyrir marklínuna. Litlu síðar var komið að gestunum að kvarta hinu megin á vellinum þegar þeir vildu fá víti og höfðu þeir nokkuð til síns máls. Liverpool var með boltann en gekk illa að skapa sér færi. Á 20. mínútu tók Glen Johnson frábæra rispu inn í vítateiginn og sendi fyrir markið en félagar hans rétt misstu af boltanum.
En á 23. mínútu komst Liverpool yfir. Jú, auðvitað númerið hans Carra! Jordan Ibe fékk þá boltann úti á vinstri kanti, lék framhjá tveimur eða þremur og lagði svo boltann fyrir fætur Philippe Coutinho sem skoraði með skoti neðst í vinstra hornið. Hnitmiðað skot af um 25 metra færi. Fallegt skot og stórgóður undirbúningur hjá ungliðanum sem var mjög góður.
Um tíu mínútum seinna fékk Jamie Carragher boltann inni í vítateignum eftir aukaspyrnu. Hann þrumaði að marki og boltinn fór í hendi á mótherja en ekki var dæmt víti eins og foringinn heimtaði. Merkilegt að það skyldi ekki vera látið eftir honum í þessum leik! Rétt á eftir ógnaði Loic Remy hinu megin en snöggt skot hans utan vítateigs fór rétt framhjá. Ekki var meira títt í þessum næst síðasta hálfleik Jamie Carragher.
Liverpool fór nærri því að bæta við á 48. mínútu þegar nýliðinn Jordan átti gott þverskot sem fór rétt framhjá. Tveimur mínútum seinna átti Glen fast skot sem fór í varnarmann og breytti um stefnu en Robert Green sló boltann í horn. Liverpool hafði öll tök á leiknum en það gekk ill aða koma boltanum aftur í markið. Á 60. mínútu lék Stewart Downing inn í vítateiginn en skot hans fór í hliðarnetið.
Á 62. mínútu munaði engu að draumur flestra viðstaddra rættist fullkomlega. Það er sá draumur að Jamie Carragher myndi skora í kveðjuleiknum. Lucas Leiva skallaði þá boltann fram völlinn og Jamie sem var staddur býsna framarlega en hann var nú samt hátt í 30 metra frá marki. Hann lét vaða á markið en því miður small boltinn í stönginni rétt fyrir neðan vinkilinn! Næstum því fullkomið skot en ekki alveg!
Næsta færi Liverpool kom á 80. mínútu þegar varamaðurinn Suso lék sig í færi en skot hans var varið. Boltinn hrökk til Stewart en varnarmaður komst fyrir skot hans. Um þremur mínútum seinna var komið að Jose Enrique en Robert gerði vel í að verja fast skot hans úr vítateignum.
Þegar fimm mínútur voru eftir fékk Sebastian Coates það sögulega hlutverk að leysa Jamie Carragher af hólmi og þegar Jamie gekk yfir hvítu línuna var einstökum ferli hans hjá Liverpool lokið. Alls 737 leikir og hver einasti leikinn með hjartanu! Sem betur fer náði Liverpool að halda sigrinum og stigunum þremur. Það var það minnsta sem Jamie verðskuldaði í lokaleiknum.
Eftir leikinn gengu leikmenn heiðurshring og þökkuðu veittan stuðning. Að þessu sinni var einum leikmanni þakkað fremur en öðrum enda 737 leikir að baki. Megi hver einasti leikmaður Liverpool, sem enn verður áfram hjá félaginu, taka hann sér til fyrirmyndar!
Liverpool: Reina, Johnson, Carragher (Coates 85. mín.), Skrtel, Enrique, Downing, Leiva, Henderson, Ibe (Borini 64. mín.), Coutinho (Suso 74. mín.) og Sturridge. Ónotaðir varamenn: Jones, Assaidi, Coady og Wisdom.
Mark Liverpool: Philippe Coutinho (23. mín.).
Gult spjald: Jordan Henderson.
Queens Park Rangers: Green, Harriman, Onuoha, Hill, Traore, Park (Hoilett 80. mín.), Derry, Mbia, Remy (Granero 46. mín.), Zamora (Mackie 72. mín.) og Townsend. Ónotaðir varamenn: Murphy, Da Silva, Ehmer og Bothroyd.
Gul spjöld: Clint Hill, Shaun Derry og Andros Townsend.
Áhorfendur á Anfield Road: 44.792.
Maður leiksins: Jamie Carragher! Það kemur enginn annar til greina!
Brendan Rodgers: Þetta var fínn endir á leiktíðinni. Af síðustu tólf leikjunum unnum við sjö, gerðum fjögur jafntefli og töpuðum einum. Við höfum sýnt framfarir og vildum gjarnan að leiktíðin væri lengri því við höfum verið að finna okkur æ betur.
Fróðleikur
- Jamie Carragher lék sinn 737 og síðasta leik með Liverpool.
- Jamie skoraði fimm mörk í rétt mark í þessum leikjum. Sjálfsmörk munu þremur fleiri!
- Jamie lék sinn fyrsta leik með Liverpool í janúar 1997.
- Aðeins Ian Callaghan hefur leikið fleiri leiki fyrir Liverpool.
- Jordan Ibe lék sinn fyrsta leik.
- Þeir Suso og Fabio Borini léku í 20. sinn í búningi Liverpool. Fabio hefur skorað tvisvar.
- Philippe Coutinho skoraði þriðja mark sitt.
- Liverpool endaði í sjöunda sæti deildarinnar. Það eru einu sæti ofar en í fyrra.
- Luis Suarez skoraði flest mörk á leiktíðinni eða 30 talsins.
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.com.
Hér má sjá leikmenn Liverpool ganga heiðurrhing eftir leikinn.
Hér eru viðtöl sem tekin voru eftir leikinn.
Hér er viðtal við Brendan Rodgers af vefsíðu BBC.
Hér er viðtal við Jamie Carragher.
Hér má heyra stuðningsmenn Liverpool syngja You´ll Never Walk Alone undir loks leiksins.
Jamie Carragher var að sjálfsögðu í sviðsljósinu fyrir leikinn og reynar allt þar til hann fékk heiðursskiptingu fimm mínútum fyrir leikslok. Jamie gekk út til leiks með syni sínum og dóttur í gegnum heiðursvörð leikmanna liðanna og starfsfólks. Hver einasti maður í Musterinu klappaði fyrir þessum mikla kappa.
Varla nokkuð annað en Jamie var til umræðu í aðdraganda leiksins en reyndar voru það all mikil tíðindi að Jordan Ibe, seytján ára útherji, skyldi vera valinn í byrjunarliðið í fyrsta sinn. Kannski var Brendan Rodgers með vali hans að sýna að lífið héldi áfram. Það er ungur tekur við af gömlum. Maður kemur í manns stað!
Liverpool byrjaði af miklum krafti og strax eftir eina og hálfa mínútu lá boltinn í marki Q.P.R. eða það voru heimamenn að minnsta kosti vissir um. Stewart Downing tók horn frá hægri og við fjærstöngina beygði Philippe Coutinho sig fram að skallaði að marki. Einn gestanna kom boltanum frá en hann virtist áður hafa farið inn fyrir marklínuna. Litlu síðar var komið að gestunum að kvarta hinu megin á vellinum þegar þeir vildu fá víti og höfðu þeir nokkuð til síns máls. Liverpool var með boltann en gekk illa að skapa sér færi. Á 20. mínútu tók Glen Johnson frábæra rispu inn í vítateiginn og sendi fyrir markið en félagar hans rétt misstu af boltanum.
En á 23. mínútu komst Liverpool yfir. Jú, auðvitað númerið hans Carra! Jordan Ibe fékk þá boltann úti á vinstri kanti, lék framhjá tveimur eða þremur og lagði svo boltann fyrir fætur Philippe Coutinho sem skoraði með skoti neðst í vinstra hornið. Hnitmiðað skot af um 25 metra færi. Fallegt skot og stórgóður undirbúningur hjá ungliðanum sem var mjög góður.
Um tíu mínútum seinna fékk Jamie Carragher boltann inni í vítateignum eftir aukaspyrnu. Hann þrumaði að marki og boltinn fór í hendi á mótherja en ekki var dæmt víti eins og foringinn heimtaði. Merkilegt að það skyldi ekki vera látið eftir honum í þessum leik! Rétt á eftir ógnaði Loic Remy hinu megin en snöggt skot hans utan vítateigs fór rétt framhjá. Ekki var meira títt í þessum næst síðasta hálfleik Jamie Carragher.
Liverpool fór nærri því að bæta við á 48. mínútu þegar nýliðinn Jordan átti gott þverskot sem fór rétt framhjá. Tveimur mínútum seinna átti Glen fast skot sem fór í varnarmann og breytti um stefnu en Robert Green sló boltann í horn. Liverpool hafði öll tök á leiknum en það gekk ill aða koma boltanum aftur í markið. Á 60. mínútu lék Stewart Downing inn í vítateiginn en skot hans fór í hliðarnetið.
Á 62. mínútu munaði engu að draumur flestra viðstaddra rættist fullkomlega. Það er sá draumur að Jamie Carragher myndi skora í kveðjuleiknum. Lucas Leiva skallaði þá boltann fram völlinn og Jamie sem var staddur býsna framarlega en hann var nú samt hátt í 30 metra frá marki. Hann lét vaða á markið en því miður small boltinn í stönginni rétt fyrir neðan vinkilinn! Næstum því fullkomið skot en ekki alveg!
Næsta færi Liverpool kom á 80. mínútu þegar varamaðurinn Suso lék sig í færi en skot hans var varið. Boltinn hrökk til Stewart en varnarmaður komst fyrir skot hans. Um þremur mínútum seinna var komið að Jose Enrique en Robert gerði vel í að verja fast skot hans úr vítateignum.
Þegar fimm mínútur voru eftir fékk Sebastian Coates það sögulega hlutverk að leysa Jamie Carragher af hólmi og þegar Jamie gekk yfir hvítu línuna var einstökum ferli hans hjá Liverpool lokið. Alls 737 leikir og hver einasti leikinn með hjartanu! Sem betur fer náði Liverpool að halda sigrinum og stigunum þremur. Það var það minnsta sem Jamie verðskuldaði í lokaleiknum.
Eftir leikinn gengu leikmenn heiðurshring og þökkuðu veittan stuðning. Að þessu sinni var einum leikmanni þakkað fremur en öðrum enda 737 leikir að baki. Megi hver einasti leikmaður Liverpool, sem enn verður áfram hjá félaginu, taka hann sér til fyrirmyndar!
Liverpool: Reina, Johnson, Carragher (Coates 85. mín.), Skrtel, Enrique, Downing, Leiva, Henderson, Ibe (Borini 64. mín.), Coutinho (Suso 74. mín.) og Sturridge. Ónotaðir varamenn: Jones, Assaidi, Coady og Wisdom.
Mark Liverpool: Philippe Coutinho (23. mín.).
Gult spjald: Jordan Henderson.
Queens Park Rangers: Green, Harriman, Onuoha, Hill, Traore, Park (Hoilett 80. mín.), Derry, Mbia, Remy (Granero 46. mín.), Zamora (Mackie 72. mín.) og Townsend. Ónotaðir varamenn: Murphy, Da Silva, Ehmer og Bothroyd.
Gul spjöld: Clint Hill, Shaun Derry og Andros Townsend.
Áhorfendur á Anfield Road: 44.792.
Maður leiksins: Jamie Carragher! Það kemur enginn annar til greina!
Brendan Rodgers: Þetta var fínn endir á leiktíðinni. Af síðustu tólf leikjunum unnum við sjö, gerðum fjögur jafntefli og töpuðum einum. Við höfum sýnt framfarir og vildum gjarnan að leiktíðin væri lengri því við höfum verið að finna okkur æ betur.
Fróðleikur
- Jamie Carragher lék sinn 737 og síðasta leik með Liverpool.
- Jamie skoraði fimm mörk í rétt mark í þessum leikjum. Sjálfsmörk munu þremur fleiri!
- Jamie lék sinn fyrsta leik með Liverpool í janúar 1997.
- Aðeins Ian Callaghan hefur leikið fleiri leiki fyrir Liverpool.
- Jordan Ibe lék sinn fyrsta leik.
- Þeir Suso og Fabio Borini léku í 20. sinn í búningi Liverpool. Fabio hefur skorað tvisvar.
- Philippe Coutinho skoraði þriðja mark sitt.
- Liverpool endaði í sjöunda sæti deildarinnar. Það eru einu sæti ofar en í fyrra.
- Luis Suarez skoraði flest mörk á leiktíðinni eða 30 talsins.
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.com.
Hér má sjá leikmenn Liverpool ganga heiðurrhing eftir leikinn.
Hér eru viðtöl sem tekin voru eftir leikinn.
Hér er viðtal við Brendan Rodgers af vefsíðu BBC.
Hér er viðtal við Jamie Carragher.
Hér má heyra stuðningsmenn Liverpool syngja You´ll Never Walk Alone undir loks leiksins.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Steven syrgir Sven -
| Sf. Gutt
Harvey Elliott meiddur -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Leikjatilfærslur -
| Sf. Gutt
Fulltrúar Liverpool á EM -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Brighton og Liverpool – Leicester -
| Sf. Gutt
Nýr búningur kynntur -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Frábær úrslit! -
| Sf. Gutt
Merkileg tímamót!
Fréttageymslan