| Sf. Gutt

Carra kvaddur!

Það verður talsvert gert til hártíðarbrigða á Anfield á hvítasunnudegi þegar Jamie Carragher leikur sinn 737. og síðasta leik fyrir Liverpool Football Club. Jamie mun að sjálfsögu leiða Liverpool til leiks sem fyrirliði. Börnin hans tvö ganga líka með honum til leiks. Leikmenn beggja liða stilla sér upp og mynda heiðursvörð og klappa fyrir kappanum þegar hann gengur til leiks.

Á meðan verður myndað myndverk í Kop stúkunni þar sem Carra verður þakkað. Það verður gaman að sjá hvernig það lítur út. Svo munu áhorfendur vafalaust syngja honum lof út í gegn. Lagið hans, "Team of Carragher´s" verður örugglega mjög vinsælt!

Á myndinni að ofan má sjá Jamie ganga til leiks á móti Luton Town í F.A. bikarnum snemma árs 2008 en í þeim leik lék hann sinn 500. leik með Liverpool. Með honum er James sonur hans sem er nú þegar byrjaður að spila fyrir yngri lið Liverpool og þykir mjög efnilegur.

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan