| Sf. Gutt

Takk fyrir!

Stuðningsmenn og forráðamenn Liverpool þökkuðu grönnum sínum fyrir áralangan stuðning í Hillsborough málinu á magnaðan hátt á sunnudaginn. Fyrir leik Liverpool og Everton var myndverk myndað í Kop stúkunni sem sendi einföld en áhrifarík skilaboð. Alls mynduðu 12.000 litspjöld orðið Takk - Thanks! Mögnuð stund og vel til fundið að þakka Everton mikinn og góðan stuðning í gegnum árin í þessu mikla og erfiða baráttumáli.

Hér má sjá myndir frá Anfield af vefsíðu Daily Mail.

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan