| Sf. Gutt
Alla þessa leiktíð hafa af og til skotið upp kollinum í fjölmiðlum sögusagnir um að Xabi Alonso muni kannski koma aftur til Liverpool. En skyldi eitthvað vera hæft í þessum sögusögnum?
Xabi er auðvitað fastamaður í Spánarmeistaraliði Real Madrid sem er enn með í Meistaradeildinni. Það hafa þó af og til verið settar fram kenningar um að hann sé ekkert of ánægður í herbúðum Real og gæti þess vegna hugsað sér til hreyfings þegar vorar.
Xabi hefur aldrei leynt dálæti sínu á Liverpool og stuðningsmönnum félagsins. Til dæmis hvatti hann Nuri Sahin eindregið til að fara til Liverpool því hvergi væri betra að vera. Hann sagði líka sjálfur í viðtali að hann gæti vel hugsað sér að leika aftur með Liverpool. Talið er að Brendan Rodgers hafi hug á að fá Xabi til Liverpool skapist möguleiki á þeim vistaskiptum.
Ekki er vafi á því að Xabi myndi vera mikill liðsstyrkur fyrir Liverpool. Hann hefur verið frábær síðustu árin bæði með Real og spænska landsliðinu. Við sjáum hvað setur í þessu máli.
TIL BAKA
Kemur Xabi Alonso aftur?

Xabi er auðvitað fastamaður í Spánarmeistaraliði Real Madrid sem er enn með í Meistaradeildinni. Það hafa þó af og til verið settar fram kenningar um að hann sé ekkert of ánægður í herbúðum Real og gæti þess vegna hugsað sér til hreyfings þegar vorar.
Xabi hefur aldrei leynt dálæti sínu á Liverpool og stuðningsmönnum félagsins. Til dæmis hvatti hann Nuri Sahin eindregið til að fara til Liverpool því hvergi væri betra að vera. Hann sagði líka sjálfur í viðtali að hann gæti vel hugsað sér að leika aftur með Liverpool. Talið er að Brendan Rodgers hafi hug á að fá Xabi til Liverpool skapist möguleiki á þeim vistaskiptum.
Ekki er vafi á því að Xabi myndi vera mikill liðsstyrkur fyrir Liverpool. Hann hefur verið frábær síðustu árin bæði með Real og spænska landsliðinu. Við sjáum hvað setur í þessu máli.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Í minningu Diogo Jota -
| Sf. Gutt
Bræðurnir Diogo og André bornir til grafar -
| Sf. Gutt
Diogo Jota látinn -
| Sf. Gutt
Af EM -
| Sf. Gutt
Bara Real Madrid! -
| Sf. Gutt
Þrír Evrópumeistarar! -
| Sf. Gutt
Æfingaleikir sumarsins -
| Sf. Gutt
Annar nýr markmaður -
| Sf. Gutt
Milos Kerkez kominn til Liverpool -
| Sf. Gutt
Nathaniel Phillips heldur á braut
Fréttageymslan