| Sf. Gutt

Joe Allen á leið í aðgerð

Allar líkur eru á því að Joe Allen sé á leið í aðgerð til að koma lagi á axlarmeiðsli sem hafa verið að hrjá hann um nokkurt skeið. Hann mun hafa farið í aðgerð áður en hann kom til Liverpool en nú hafa meiðslin tekið sig upp þannig að aðgerð verður ekki umflúin. Kannski er þarna komin ásæðan fyrir því hvers vegna Joe missti flugið eftir góða byrjun á ferli sínum hjá Liverpool.

Joe Allen var valinn í landslið Wales fyrir komandi landsleiki en hann afsalaði sér síðar sæti sínu. Úr herbúðum Liverpool hefur enn ekki verið staðfest hvenær aðgerðin fer fram en traustar heimildir telja að það sé stutt í hana. Joe lék í tapleiknum á móti Southampton á laugardaginn og trúlega verður það síðasti leikur hans með Liverpool á þessu keppnistímabili. En vonandi verður aðgerðin vel heppnuð þannig að Joe geti leikið af fullum krafti á næsta keppnistímabili.

Á meðfylgjandi mynd sést Joe Allen fylgjast með Evrópuleik Liverpool og Gomel í sumar. Hann var þá við það að ganga til liðs við Liverpool.

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan