| Sf. Gutt
Þjóðverjinn marksækni Samed Yesil er kominn í sumarfrí eftir að hafa orðið fyrir slæmum meiðslum á dögunum. Hann meiddist á hné þegar hann var með undir 19 ára landsliði Þjóðverja. Meiðslin voru svo könnuð betur og kom þá í ljós að krossband var farið. Samed verður því ekkert með næsta hálfa árið eða svo.
Þetta er auðvitað mjög slæmt fyrir þennan mikla markaskorara sem er í miklu áliti í Þýskalandi. Þar hefur hann fengið gælunafnið Gerd í höfuðið á goðsögninni Gerd Muller. Samed hefur raðað inn mörkum fyrir yngri landslið Þjóðverja á síðustu árum. Til dæmis hefur hann skorað átta mörk í sex leikjum fyrir undir 19 ára landsliðið. Hann kom til Liverpool frá Bayer Leverkusen í fyrrasumar og hefur leikið tvo leiki með aðalliði Liverpool.
Samed er annar leikmaður Liverpool til að verða fyrir krossbandameiðslum á leiktíðinni en í haust varð Martin Kelly fyrir slíkum meiðslum. Hann er nú á góðum batavegi.
TIL BAKA
Samed Yesil úr leik

Þetta er auðvitað mjög slæmt fyrir þennan mikla markaskorara sem er í miklu áliti í Þýskalandi. Þar hefur hann fengið gælunafnið Gerd í höfuðið á goðsögninni Gerd Muller. Samed hefur raðað inn mörkum fyrir yngri landslið Þjóðverja á síðustu árum. Til dæmis hefur hann skorað átta mörk í sex leikjum fyrir undir 19 ára landsliðið. Hann kom til Liverpool frá Bayer Leverkusen í fyrrasumar og hefur leikið tvo leiki með aðalliði Liverpool.
Samed er annar leikmaður Liverpool til að verða fyrir krossbandameiðslum á leiktíðinni en í haust varð Martin Kelly fyrir slíkum meiðslum. Hann er nú á góðum batavegi.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Nýtt félagsmet! -
| Sf. Gutt
Verðlaun í fyrsta leik! -
| Sf. Gutt
Enn orðaður við Liverpool -
| Sf. Gutt
Sagan endalausa! -
| Sf. Gutt
Verðlaun í fyrsta leik! -
| Mummi
Miðasala á Liverpoolleiki -
| Sf. Gutt
Áhorfandi settur í bann! -
| Sf. Gutt
Fjórir í Liði ársins! -
| Sf. Gutt
Leikmaður ársins!
Fréttageymslan