| Sf. Gutt
Steven Gerrard segir tapið í Rússlandi slæmt. En hann hefur samt trú á að Liverpool geti snúið blaðinu við á Anfield Road en þar hafa jú kraftaverk gerst í gegnum tíðina. Fyrirliðinn hafði þetta að segja í viðtali eftir leik í Pétursborg
,,Við erum auðvitað niðurlútir eftir tvö töp í röð en við þurfum að rífa okkur upp. Það er stórleikur framundan við Swansea eftir nokkra daga og við þurfum að koma til baka. Fram á sjötugustu mínútu á móti Zenit höfðum við stjórn á leiknum. Þetta var reyndar erfitt kvöld og aðstæður voru ekki góðar. Við erum vonsviknir með að hafa fengið tvö ódýr mörk á okkur en þessari rimmu er ekki lokið."
Það hafa verið margir magnaðir Evrópuleikir á Anfield í gegnum tíðina og Steven hefur trú á því að stuðningsmenn Liverpool geti fleytt Liverpool í næstu umferð.
,,Við höfum mikið afl með okkur í gegnum stuðningsmenn okkar. Ef þeir mynda allan þann hávaða sem þeir geta myndað, fylkt sér að baki liðinu og við náð að skora snemma getur allt gerst."
Tapið í Pétursborg setur Liverpool í mjög þrönga stöðu og það verður allt að ganga upp svo að hægt verði að snúa við blaðinu í síðari leiknum. Ef rétt er munað hefur Liverpool aðeins einu sinni snúið við 2:0 tapi úr fyrri leik í Evrópusögu félagsins. Nú verður það sama að gerast ef halda á einhverju almennilegu lífi í þessu keppnistímabili!
TIL BAKA
Getum snúið blaðinu við!

,,Við erum auðvitað niðurlútir eftir tvö töp í röð en við þurfum að rífa okkur upp. Það er stórleikur framundan við Swansea eftir nokkra daga og við þurfum að koma til baka. Fram á sjötugustu mínútu á móti Zenit höfðum við stjórn á leiknum. Þetta var reyndar erfitt kvöld og aðstæður voru ekki góðar. Við erum vonsviknir með að hafa fengið tvö ódýr mörk á okkur en þessari rimmu er ekki lokið."
Það hafa verið margir magnaðir Evrópuleikir á Anfield í gegnum tíðina og Steven hefur trú á því að stuðningsmenn Liverpool geti fleytt Liverpool í næstu umferð.
,,Við höfum mikið afl með okkur í gegnum stuðningsmenn okkar. Ef þeir mynda allan þann hávaða sem þeir geta myndað, fylkt sér að baki liðinu og við náð að skora snemma getur allt gerst."
Tapið í Pétursborg setur Liverpool í mjög þrönga stöðu og það verður allt að ganga upp svo að hægt verði að snúa við blaðinu í síðari leiknum. Ef rétt er munað hefur Liverpool aðeins einu sinni snúið við 2:0 tapi úr fyrri leik í Evrópusögu félagsins. Nú verður það sama að gerast ef halda á einhverju almennilegu lífi í þessu keppnistímabili!
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Aftur til æfinga -
| Sf. Gutt
Minningarorð Arne Slot -
| Sf. Gutt
Í minningu Diogo Jota -
| Sf. Gutt
Bræðurnir Diogo og André bornir til grafar -
| Sf. Gutt
Diogo Jota látinn -
| Sf. Gutt
Af EM -
| Sf. Gutt
Bara Real Madrid! -
| Sf. Gutt
Þrír Evrópumeistarar! -
| Sf. Gutt
Æfingaleikir sumarsins -
| Sf. Gutt
Annar nýr markmaður
Fréttageymslan