| Sf. Gutt
Liverpool á tvo geysilega erfiða útileiki framundan í deildinni fyrst Arsenal í miðri viku og svo Englandsmeistara Manchester City um næstu helgi. Það er því ekki ólíklegt að Brendan Rodgers hleypi yngri leikmönnum að. Sparkspekingar reikna með því að Steven Gerrard og Luis Suarez hvíli jafnvel alveg.
En spáin hljóðar upp á að Liverpool fari áfram eftir þæfing og 1:2 sigur. Um leið ætla ég að spá því að Daniel Sturridge komi sér á spjöld sögunnar með því að skora í fjórða leiknum í röð en enginn leikmaður Liverpool hefur hingað til skorað í fjórum fyrstu leikjum sínum með liðinu. Jonjo Shelvey skorar líka en hann skoraði sitt fyrsta mark fyrir Liverpool gegn Oldham í fyrra. Já, mér finnst liggja í loftinu að Liverpool þurfi að hafa fyrir því enda fer liðið aldrei auðveldar leiðir!
YNWA
Hér má sjá leikmenn Liverpool æfa í snjó og kulda fyrir leikinn.
TIL BAKA
Spáð í spilin

Oldham Athletic v Liverpool

Liverpool á tvo geysilega erfiða útileiki framundan í deildinni fyrst Arsenal í miðri viku og svo Englandsmeistara Manchester City um næstu helgi. Það er því ekki ólíklegt að Brendan Rodgers hleypi yngri leikmönnum að. Sparkspekingar reikna með því að Steven Gerrard og Luis Suarez hvíli jafnvel alveg.

En spáin hljóðar upp á að Liverpool fari áfram eftir þæfing og 1:2 sigur. Um leið ætla ég að spá því að Daniel Sturridge komi sér á spjöld sögunnar með því að skora í fjórða leiknum í röð en enginn leikmaður Liverpool hefur hingað til skorað í fjórum fyrstu leikjum sínum með liðinu. Jonjo Shelvey skorar líka en hann skoraði sitt fyrsta mark fyrir Liverpool gegn Oldham í fyrra. Já, mér finnst liggja í loftinu að Liverpool þurfi að hafa fyrir því enda fer liðið aldrei auðveldar leiðir!
YNWA
Hér má sjá leikmenn Liverpool æfa í snjó og kulda fyrir leikinn.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Jeremine Frimpong meiddur -
| Sf. Gutt
Vildi sýna öllum virðingu -
| Sf. Gutt
Alisson meiddur -
| Sf. Gutt
Curtis með met! -
| Sf. Gutt
Stórsigur í Þýskalandi! -
| Sf. Gutt
Ryan Gravenberch meiddur -
| Sf. Gutt
Meiðslafréttir -
| Sf. Gutt
Jafnt í fyrsta leik ársins -
| Sf. Gutt
Matt Beard borinn til grafar -
| Sf. Gutt
Af kvennaliðinu
Fréttageymslan

