| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Brendan sendur heim !
Brendan Rodgers, Glen Driscoll og Brad Jones hafa verið sendir heim frá London vegna veikinda. Þetta þýðir að Colin Pascoe og Mike Mars stýra liðinu á hliðarlínunni í dag.
Læknir liðsins, Zaf Iqbal ákvað að senda þá þrjá heim vegna þessa en talið er að þeir séu sýktir af nóró veirunni sem er mjög skæð og smitandi.
Ekki var talið ráðlegt að þeir sem veikir eru væru nálægt öðrum leikmönnum liðsins og því var ákveðið að senda þá beint heim.
Iqbal læknir sagði af þessu tilefni: ,,Það var ómögulegt fyrir Brendan, Glen og Brad að taka þátt í leiknum. Þeir eru ekki í neinu standi til að vera viðstaddir leikinn eða í neinum samskiptum við hina í liðinu vegna þess að veiran gæti dreifst mjög hratt út meðal hópsins."

Læknir liðsins, Zaf Iqbal ákvað að senda þá þrjá heim vegna þessa en talið er að þeir séu sýktir af nóró veirunni sem er mjög skæð og smitandi.
Ekki var talið ráðlegt að þeir sem veikir eru væru nálægt öðrum leikmönnum liðsins og því var ákveðið að senda þá beint heim.
Iqbal læknir sagði af þessu tilefni: ,,Það var ómögulegt fyrir Brendan, Glen og Brad að taka þátt í leiknum. Þeir eru ekki í neinu standi til að vera viðstaddir leikinn eða í neinum samskiptum við hina í liðinu vegna þess að veiran gæti dreifst mjög hratt út meðal hópsins."
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Curtis með met! -
| Sf. Gutt
Stórsigur í Þýskalandi! -
| Sf. Gutt
Ryan Gravenberch meiddur -
| Sf. Gutt
Meiðslafréttir -
| Sf. Gutt
Jafnt í fyrsta leik ársins -
| Sf. Gutt
Matt Beard borinn til grafar -
| Sf. Gutt
Af kvennaliðinu -
| Sf. Gutt
Fyrir 15 árum! -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Leikjatilfærslur
Fréttageymslan

