| Heimir Eyvindarson
Brendan Rodgers vill að allir þeir sem verða uppvísir að leikaraskap á knattspyrnuvöllum sitji við sama borð þegar kemur að umfjöllun bresku pressunnar.
Tilefni þessara ummæla Rodgers er gult spjald sem Gareth Bale fékk fyrir dýfu í leiknum í fyrradag.
Það skal tekið fram, Bale til varnar, að í endursýningu var ekki annað að sjá en að Daniel Agger hefði komið örlítið við hann, en fall Walesverjans var reyndar talsvert tilþrifameira en sú snerting gaf tilefni til.
Rodgers er undrandi á því hversu litla athygli gula spjaldið fékk í bresku pressunni, en enginn leikmaður í Úrvalsdeildinni hefur oftar fengið gult spjald fyrir leikaraskap en Gareth Bale.
Rodgers segist halda að ef Luis Suarez hefði átt í hlut hefðu fyrirsagnir blaðanna verið öðruvísi.
„Það lítur út fyrir að fjölmiðlamenn hafi misst áhugann á dýfingum og leikaraskap í bili", segir Rodgers í viðtali við The Guardian í dag.
„Ég hef allavega ekki séð neinar stórar fyrirsagnir um leikaraskap og óheiðarleika eftir leikinn. Ég er nokkuð viss um að ef Bale væri frá Uruguay þá hefði spjaldið fengið meiri athygli."
TIL BAKA
Rodgers kallar eftir jafnræði í umfjöllun

Tilefni þessara ummæla Rodgers er gult spjald sem Gareth Bale fékk fyrir dýfu í leiknum í fyrradag.
Það skal tekið fram, Bale til varnar, að í endursýningu var ekki annað að sjá en að Daniel Agger hefði komið örlítið við hann, en fall Walesverjans var reyndar talsvert tilþrifameira en sú snerting gaf tilefni til.
Rodgers er undrandi á því hversu litla athygli gula spjaldið fékk í bresku pressunni, en enginn leikmaður í Úrvalsdeildinni hefur oftar fengið gult spjald fyrir leikaraskap en Gareth Bale.
Rodgers segist halda að ef Luis Suarez hefði átt í hlut hefðu fyrirsagnir blaðanna verið öðruvísi.
„Það lítur út fyrir að fjölmiðlamenn hafi misst áhugann á dýfingum og leikaraskap í bili", segir Rodgers í viðtali við The Guardian í dag.
„Ég hef allavega ekki séð neinar stórar fyrirsagnir um leikaraskap og óheiðarleika eftir leikinn. Ég er nokkuð viss um að ef Bale væri frá Uruguay þá hefði spjaldið fengið meiri athygli."
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Bræðurnir Diogo og André bornir til grafar -
| Sf. Gutt
Diogo Jota látinn -
| Sf. Gutt
Af EM -
| Sf. Gutt
Bara Real Madrid! -
| Sf. Gutt
Þrír Evrópumeistarar! -
| Sf. Gutt
Æfingaleikir sumarsins -
| Sf. Gutt
Annar nýr markmaður -
| Sf. Gutt
Milos Kerkez kominn til Liverpool -
| Sf. Gutt
Nathaniel Phillips heldur á braut -
| Sf. Gutt
Skjaldarleikurinn liggur fyrir!
Fréttageymslan