| Heimir Eyvindarson

Brendan hlakkar til að mæta Swansea

Leikmenn Liverpool geta ekki leyft sér að velta sér upp úr leiknum gegn Everton lengur því næsti leikur liðsins er strax á miðvikudagskvöld. Þá mæta fyrrum lærisveinar Brendan Rodgers á Anfield.

Liverpool mætir Swansea í deildabikarnum á miðvikudagskvöld kl. 20.00. Þetta verður fyrsti leikurinn sem Brendan Rodgers stýrir gegn sínu gamla félagi.

„Ég hef ennþá sterkar taugar til Swansea. Mér leið mjög vel hjá félaginu og ég vil að því vegni vel. Swansea liðið er næst því að vera mitt uppáhaldslið, á eftir Liverpool að sjálfsögðu", segir Rodgers í viðtali við Wales online.

„Ég hlakka virkilega til þess að mæta mínum gömlu félögum og ekki síður að hitta eitthvað af stuðningsmönnunum. Allt þetta fólk spilaði stórt hlutverk í mikilvægu tímabili lífs míns."

„En þótt mér þyki vænt um mína gömlu vini þá verð ég að einbeita mér að því að vinna leikinn. Swansea stóð sig frábærlega á Anfield á síðustu leiktíð og ég veit að þetta verður virkilega erfiður leikur. Það er alltaf dálítið merkilegt að mæta sínum gömlu félögum. Við spiluðum við Reading um daginn og það var í fjórða sinn sem ég hef stýrt liði gegn þeim, eftir að ég fór þaðan. Ég hef unnið alla þá leiki. Vonandi tekst mér jafnvel upp gegn Swansea."

„Það er ekkert víst að ég fái þær móttökur frá Swansea stuðningsmönnunum sem ég vonast eftir, en það breytir því ekki að ég ber virðingu fyrir þeim og liðinu. Ég hef sagt það áður og stend við það, að Úrvalsdeildin er heppin að hafa Swansea og stuðningsmenn liðsins innanborðs. Þetta er góður klúbbur."

„Swansea spilar með ákveðnu hugarfari og með ákveðnum fyrirfram lögðum áherslum. Huw Jenkins (eigandi Swansea) og stjórn félagsins hafa alltaf náð í framkvæmdastjóra sem hafa lagt áherslu á að spila fótbolta. Roberto Martinez, Paulo Sousa, ég sjálfur og núna Michael (Laudrup) hafa allir fylgt þessari hugmyndafræði."

„Michael hefur gott lið í höndunum. Michu hefur skorað mikið af mörkum, Ki hefur verið mjög góður. Það er leikmaður sem við vorum byrjaðir að skoða áður en ég yfirgaf liðið. Síðan eru menn eins og Worm, Angel Rangel og Andy Williams gríðarlega öflugir. Svo fáein dæmi séu nefnd. Michael hefur síðan góða menn sér til aðstoðar, eins og t.d. Alan Curtis sem hefur verið lengi hjá félaginu og þekkir það út og inn."TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan