Mark spáir í spilin
Stuðningsmenn Liverpool vissu allan tíman hvernig atburðarásin var enda voru þúsundir þeirra vitni á staðnum. Verst er að líklega hefði mátt bjarga lífi fólks ef almennilega hefði verið staðið að framkvæmd leiksins. Svipuð vanhæfni var til staðar á Heysel leikvanginum. Bæði þessi hroðalegu slys hafa sett mark sitt á Liverpool Football Club sem engin skyldi vanmeta þegar horft er til þess hvernig félaginu hefur gengið innan vallar sem utan síðan. En hvernig sem það er þá liggur sannleikurinn loksins fyrir og hann er ekki fallegur!
Sunderland v Liverpool
Lengi betur vont versnað hjá Liverpool því þetta er leikur sem þeir hafa örugglega ekki áhuga á að fá því Sunderland er að spila sinn fyrsta heimaleik í Úrvalsdeildinni á leiktíðinni. Miðjumaðurinn Adam Johnson, ef hann er leikfær, og framherjinn Steve Fletcher gætu spilað á heimavelli í fyrsta sinn. Það verður fullur völlur og mikil stemmning þegar Liverpool, sem spilar vel en er bitlaust, kemur í heimsókn.
Martin O´Neill, stjóri Sunderland, mun líklega leggja leikinn þannig upp að leyfa Liverpool að vera með boltann en menn hans verða skipulagðir og baráttuglaðir. Ég held að liðið eigi raunhæfan möguleika á að ná einu af átta efstu sætunum á leiktíðinni. Martin er góður framkvæmdastjóri og getur náð því besta út úr sínum mönnum.
Áður en leiktíðin hófst vissu allir að Liverpool þyrfti einn eða tvo fleiri sóknarmenn. En svo lánuðu þeir einn af sóknarmönnunum, Andy Carroll! Liðið er jafnvel enn verr statt en í lok síðasta keppnistímabils. Þeir eru með léttleikandi menn en ég veit ekki hver á að skora ef Luis Suarez skorar ekki. Það er alveg hægt að spila vel, halda boltanum út í eitt en ef menn skora ekki þá vinnast engir leikir.
Spá: 2:1.
Til minnis!
- Liverpool er í þriðja neðsta sæti fyrir leikinn.
- Liverpool hefur eitt stig úr fyrstu þremur leikjunum.
- Slíkt hefur ekki gerst frá því í byrjun leiktíðarinnar 1962/63 en þá var Liverpool nýliði í efstu deild eftir að hafa unnið þá næst efstu vorið áður.
- Fabio Borini er eini leikmaður Liverpool sem hefur tekið þátt í öllum leikjum leiktíðarinnar.
- Luis Suarez er markahæstur leikmanna Liverpool með tvö mörk.
-
| Sf. Gutt
Af samningamálum Mohamed Salah -
| Sf. Gutt
Af spjöldum sögunnar! -
| Sf. Gutt
Grannarimmunni frestað! -
| Sf. Gutt
Síðasti grannaslagurinn á Goodison Park! -
| Sf. Gutt
Jafntefli í ótrúlegum leik! -
| Sf. Gutt
Leikjatilfærslur -
| Sf. Gutt
Nýt hverrar mínútu hérna! -
| Sf. Gutt
Darwin tryggði sigur í blálokin! -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Uppskrift að Evrópukvöldi!