| Sf. Gutt

Landsleikjamet á Laugardalsvelli

John Arne Riise fyrrum leikmaður Liverpol setti norskt landsleikjamet á Laugardalsvelli á föstudagskvöldið. Hann lék þá sinn 105. landsleik og hefur Norðmaður ekki leikið fleiri landsleiki. Hann hefur skorað fjórtán landsliðsmörk. Samkvæmt tölfræði LFChistory.net þá lék John 64 af leikjunum þar hann var hjá Liverpool.Þess má geta að John Arne lék sinn fyrsta landsleik líka á móti Íslandi en það var árið 2000. Liðin gerðu þá 0:0 jafntefli á La Manga á Spáni. Alla tíð frá þeim leik hefur John verið fastamaður í norska landsliðinu. John hefur nokkrum sinnum spilað á móti Íslandi. Björn Helge lék með bróður sínum í metleiknum og hefur hann leikið all nokkra landsleiki.
 

Metleikurinn var ekki gleðilegur fyrir John því eins og allir vita þá vann Íslands loksins sigur á frændum okkar frá Noregi og var tími til kominn! John spilar nú með Fulham en var áður hjá Roma en þangað fór hann frá Liverpool. Björn var hjá Fulham þegar John kom þangað en hefur nú haldið á braut.
 
John bætist nú í hóp nokkurra leikmanna Liverpool sem eiga flesta landsleiki fyrir þjóð sína. Má nefna Jari Litmanen og Kenny Dalglish.TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan