| Sf. Gutt
Brendan Rodgers, framkvæmdastjóri Liverpool, segir að Raheem Sterling sé svo ákafur og áræðinn að hann sé tilbúinn að hlaupa í gegnum gaddavír!
,,Ungir leikmenn eru tilbúnir að hlaupa í gegnum gaddavír fyrir mann. Eldri leikmenn leita að stað þar sem girðingin liggur niðri, snúa jafnvel við og fara kannski ekki í gegn. En Raheem býr yfir þessum ákafa. Ég er hrifinn af svona líflegum leikmönnum og hann er strákur sem maður hrífst af."
Raheem hefur vakið mikla athygli það sem af er leiktíðar og hann átti stórleik á móti Manchester City um helgina. Áttu varnarmenn ensku meistarana í mestu vandræðum með hann. Brendan segir að strákurinn hafi tekið miklum framförum og geti orðið mjög góður leikmaður.
,,Ég verð að segja að hann hefur tekið miklum framförum á skömmum tíma. Hann hefur tileinkað sér margt af því sem lagt hefur verið fyrir hann og hann tekur leiðbeiningum mjög vel. Kantmenn vilja oftast fara sínar eigin leiðir en hann hefur verið að bæta sig í leikskilningi á hverjum degi. Ég er viss um að hann á eftir að verða mjög góður knattspyrnumaður á næstu árum. Við verðum bara að gæta þess að það verði ekki of mikið álag á honum. Ég trúi því að hann eigi eftir að verða mjög góður leikmaður fyrir Liverpool ef okkur tekst að hjálpa honum og koma honum til þroska á réttan hátt."
Hvað sem verður þá er víst að Raheem Sterling hefur ekki getað byrjað feril sinn hjá Liverpool mikið betur.
TIL BAKA
Hleypur í gegnum gaddavír!

,,Ungir leikmenn eru tilbúnir að hlaupa í gegnum gaddavír fyrir mann. Eldri leikmenn leita að stað þar sem girðingin liggur niðri, snúa jafnvel við og fara kannski ekki í gegn. En Raheem býr yfir þessum ákafa. Ég er hrifinn af svona líflegum leikmönnum og hann er strákur sem maður hrífst af."
Raheem hefur vakið mikla athygli það sem af er leiktíðar og hann átti stórleik á móti Manchester City um helgina. Áttu varnarmenn ensku meistarana í mestu vandræðum með hann. Brendan segir að strákurinn hafi tekið miklum framförum og geti orðið mjög góður leikmaður.
,,Ég verð að segja að hann hefur tekið miklum framförum á skömmum tíma. Hann hefur tileinkað sér margt af því sem lagt hefur verið fyrir hann og hann tekur leiðbeiningum mjög vel. Kantmenn vilja oftast fara sínar eigin leiðir en hann hefur verið að bæta sig í leikskilningi á hverjum degi. Ég er viss um að hann á eftir að verða mjög góður knattspyrnumaður á næstu árum. Við verðum bara að gæta þess að það verði ekki of mikið álag á honum. Ég trúi því að hann eigi eftir að verða mjög góður leikmaður fyrir Liverpool ef okkur tekst að hjálpa honum og koma honum til þroska á réttan hátt."
Hvað sem verður þá er víst að Raheem Sterling hefur ekki getað byrjað feril sinn hjá Liverpool mikið betur.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Í minningu Diogo Jota -
| Sf. Gutt
Bræðurnir Diogo og André bornir til grafar -
| Sf. Gutt
Diogo Jota látinn -
| Sf. Gutt
Af EM -
| Sf. Gutt
Bara Real Madrid! -
| Sf. Gutt
Þrír Evrópumeistarar! -
| Sf. Gutt
Æfingaleikir sumarsins -
| Sf. Gutt
Annar nýr markmaður -
| Sf. Gutt
Milos Kerkez kominn til Liverpool -
| Sf. Gutt
Nathaniel Phillips heldur á braut
Fréttageymslan