| Heimir Eyvindarson

Aftur með flestar heppnaðar sendingar

Joe Allen átti góðan leik fyrir Liverpool í gær. Líkt og í leiknum gegn WBA var hann sá leikmaður Liverpool sem oftast hitti á samherja.

93,6% sendinga Allen í leiknum gegn City enduðu hjá samherja. 10.9% sendinganna eru skilgreindar sem langar sendingar samkvæmt Opta-stat. sem tekur tölfræðina saman. Jonjo Shelvey var næstur á eftir Allen með 88% heppnaðar sendingar. 10% sendinga Shelvey töldust langar.

Til samanburðar má geta þess að Nigel De Jong var sá leikmaður Englandsmeistaranna sem átti flestar heppnaðar sendingar, eða 93,1%, en einungis 2,8% sendinga Hollendingsins voru skilgreindar sem langar. De Jong vann hinsvegar öll návígi sem hann fór í.

Sebastian Coates vann flest návígi okkar manna, eða 71,4%. Úrugvæinn vann hinsvegar öll skallaeinvígi sem hann fór í.

Manchester City átti 484 sendingar, en Liverpool 462 sendingar. 84% sendinga gestanna hittu á samherja, á móti 80% sendinga okkar manna. Um það bil 15% sendinga Liverpool í leiknum voru langar, á móti tæpum 9% sendinga City.

Sá leikmaður Liverpool sem oftast beitti löngum sendingum var Martin Skrtel, en tæp 20% sendinga Slóvakans voru skilgreindar sem langar. Því miður varð ein þeirra okkur að falli í gær.


TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan