| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Fánadagur á Górillunni á sunnudaginn
Í tengslum við leik Liverpool og Manchester City, sem fram fer á Anfield, verður fyrsti fánadagur Liverpoolklúbbsins á Íslandi haldinn hátíðlegur á heimavelli klúbbsins, Úrillu Górillunni sem staðsettur er uppi á Stórhöfða. Mikið og margt verður að gerast á fánadeginum og glæsileg verðlaun verða í boði. Meðal þess sem við ætlum að taka okkur fyrir hendur er:
- Getraun
- Best skreytti einstaklingurinn
- Best skreytti krakkinn
- Best skreytta borðið
Nú er um að gera að dressa sig upp og mæta á svæðið í sínu fínasta Liverpool pússi, mæta tímanlega og taka þátt í að mynda frábæra stemmningu.
Að sjálfsögðu verða sérkjör klúbbsins í boði á svæðinu, hvort sem um ræðir mat eða drykk. Dagskráin sem slík hefst klukkan 14:00 en leikurinn sjálfur hefst klukkan 15:00. Nú er kjörið tækifæri til að koma saman, eiga góðan dag og enda þetta svo með því að sjá okkar menn hala inn sínum fyrstu 3 stigum í deildinni.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Jeremine Frimpong meiddur -
| Sf. Gutt
Vildi sýna öllum virðingu -
| Sf. Gutt
Alisson meiddur -
| Sf. Gutt
Curtis með met! -
| Sf. Gutt
Stórsigur í Þýskalandi! -
| Sf. Gutt
Ryan Gravenberch meiddur -
| Sf. Gutt
Meiðslafréttir -
| Sf. Gutt
Jafnt í fyrsta leik ársins -
| Sf. Gutt
Matt Beard borinn til grafar -
| Sf. Gutt
Af kvennaliðinu
Fréttageymslan

