| Sf. Gutt

Ég skipti ekki máli!

Jamie Carragher lék sinn 700. leik með Liverpool gegn Gomel í Hvíta Rússlandi og varð þar með annar leikmaðurinn í sögu Liverpool til að ná þeim leikjafjölda. Jamie gerir lítið úr hinum merka áfanga sínum og segir að leikurinn hafi verið merkilegri fyrir Brendan Rodgers, nýja framkvæmdastjóra Liverpool, en hann sjálfan.
 
,,Hver einasti leikur Liverpool er stórleikur, það skiptir engu máli hvar hann fer fram og ég er ánægður og stoltur að hafa spilað svona marga leiki fyrir félagið. Að því leyti var gaman fyrir mig að taka þátt í leiknum en hann var mikilvægari fyrir framkvæmdastjórann því þetta var fyrsti leikur hans. Leikurinn var merkilegri fyrir þær sakir en að ég skyldi vera að spila minn sjö hundraðasta leik."

,,Það er mjög merkilegt fyrir framkvæmdastjóra að stjórna sínum fyrsta leik og ekki síst fyrst um var að ræða Evrópuleik. Það skiptir miklu máli fyrir Liverpool því félagið hefur svo mikla hefð og það var frábært að við skyldum vinna fyrir framkvæmdastjórann. Það skipti mestu. Eins og ég sagði þá var fyrsti leikur hans mikilvægari en minn sjö hundraðasti."

Það er ekki að spyrja að lítillæti afreksmannsins Jamie Carragher. Það er jú ekki hægt að segja annað en að Jamie sé afreksmaður í sögu Liverpool. Það hefur jú aðeins bara einn maður, Ian Callaghan, spilað fleiri leiki fyrir Liverpool en Jamie. Þeim fer að fækka leikjunum sem Jamie leikur fyrir Liverpool en hann á samt eftir að leika mikilvægt hlutverk á þessu nýja keppnistímabili. 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan