| Sf. Gutt

Fer Maxi heim eða ekki?

Búist var við því að Maxi Rodriguez myndi yfirgefa Liverpool núna í sumar en hann er ekki farinn ennþá og byrjaði æfingar með Liverpool í síðustu viku. Í Argentínu er þó áhugi á að fá Maxi heim.

Maxi hóf feril sinn með Newell´s Old Boys og þar á bæ vilja menn fá hann aftur þangað. Haft er eftir einum forráðamanni félagins að samband hafi verið haft við Maxi um endurkomu. Hann hóf feril sinn með félaginu 1999 og lék með því til 2002 en þá fór hann til Spánar þar sem hann lék með Espanyol og Atletico Madrid.

Hann hefur sjálfur sagt að sig langi til að enda feril sinn hjá félaginu þar sem hann hófst svo það er ekki ólíklegt að honum hugnist að fara heim. Þó svo að reiknað hafi verið með því að Maxi færi í sumar gæti sú staða hafa tekið breytingum því Brendan Rodgers hefur látið hafa eftir sér að hann vilji hafa Maxi áfram. Brendan telur að Maxi muni falla vel að þeim leikstíl sem hann ætlar að nota hjá Liverpool. Maxi á eitt eitt ár eftir af samningi sínum við Liverpool. Hann kom til Liverpool í byrjun árs 2010, hefur leikið 73 leiki og skorað seytján mörk.

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan