| Sf. Gutt

Sami Hyypia kemur heim

Sami Hyypia mun snúa heim á fornar slóðir þegar hann kemur með liðið sitt til að spila við Liverpool á Anfield Road. Leikurinn fer fram sunnudaginn 12. ágúst og hefst klukkan tvö að íslenskum tíma. Þetta verður síðasti æfingaleikur Liverpool áður en deildarkeppnin hefst helgina eftir.

Sami stjórnar nú Bayer Leverkusen og honum verður örugglega vel tekið þegar hann snýr aftur þangað sem hann lék svo frábærlega á sínum tíma.TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan