| Grétar Magnússon

Verðum að halda fókus

Kenny Dalglish hefur sagt leikmönnum sínum að þeir verði að hætta að hugsa um úrslitaleikinn í FA Bikarnum og einbeita sér að því að ná í sem flest stig í næstu leikjum í Úrvalsdeildinni.

Liðið leikur þrjá leiki í deildinni áður en að úrslitaleiknum kemur þann 5. maí og segir Dalglish að sínir menn verði að einbeita sér að næsta leik en ekki hugsa fram í tímann.

,,Nú snýst þetta um að komast aftur niður á jörðina eftir leikinn á Wembley," sagði Dalglish.  ,,Við höfum ekki mjög mikla reynslu af því að spila stórleiki og svo leikina sem koma í kjölfarið.  Sumir leikmenn hér hafa reynslu af þessu en að mestu leyti erum við nýtt lið og þetta er próf fyrir meirihluta leikmanna."

,,Við erum hæstánægðir með viðbrögð leikmanna eftir að hafa unnið Deildarbikarinn í febrúar.  Helgina eftir sigurinn áttum við einn besta leik tímabilsins gegn Arsenal.  Með aðeins meiri heppni hefðum við unnið góðan sigur.  Núna erum við aftur komnir á Anfield eftir góð úrslit á Wembley og við viljum sjá svipuð viðbrögð en þó með öðrum úrslitum."

West Bromwich Albion heimsækja Anfield á sunnudaginn og er það í fyrsta sinn sem Roy Hodgson kemur til baka eftir að hafa verið rekinn frá félaginu í janúar í fyrra.

,,Ég er viss um að hann fái góðar móttökur.  Hlutirnir fóru ekki eins vel og hann eða stuðningsmennirnir hefðu viljað þegar hann var hér, en hann á samt skilið góðar móttökur."

"West Brom hafa unnið tvo af síðustu þremur deildarleikjum og eru í ágætri stöðu í deildinni.  Hvort það gerir leikinn á sunnudaginn auðveldari eða erfiðari fyrir okkur er erfitt að segja.  Lið spila mismunandi bolta á þessu stigi tímabilsins.  Við getum ekki látið stöðu þeirra hafa áhrif á okkur, við verðum að einbeita okkur að okkar eigin leik og gera okkar besta."


TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan