| Sf. Gutt
Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, var auðvitað í skýjunum með sigur Liverpool á Everton og sæti í úrslitaleiknum um F.A. bikarinn. Hann hugsaði þó ekki bara um sig og liðið í sigurgleðinni. Eftir leikinn tileinkaði hann fjölskyldum þeirra 96 sem létust í harmleiknum á Hillsborough 15. apríl 1989 sigurinn.
,,Við verðum að tileinka þennan sigur öllum fjölskyldunum sem tengjast Hillsborough. Allir leikmenn og starfsfólk verða á Anfield á morgun til að votta virðingu okkar þegar minningarathöfnin fer fram. Það er virkilega gaman að geta tileinkað öllu þessu fólki sigurinn."
Fyrir leikinn færðu Steven Gerrard og Phil Neville fyrirliði Everton fulltrúum Hillsborough fjölskyldusamtakanna blómvendi og svo var einnar mínútu þögn. Þetta var falleg og táknræn athöfn.
TIL BAKA
Steven tileinkar sigurinn þeim 96

,,Við verðum að tileinka þennan sigur öllum fjölskyldunum sem tengjast Hillsborough. Allir leikmenn og starfsfólk verða á Anfield á morgun til að votta virðingu okkar þegar minningarathöfnin fer fram. Það er virkilega gaman að geta tileinkað öllu þessu fólki sigurinn."
Fyrir leikinn færðu Steven Gerrard og Phil Neville fyrirliði Everton fulltrúum Hillsborough fjölskyldusamtakanna blómvendi og svo var einnar mínútu þögn. Þetta var falleg og táknræn athöfn.
Nýlegar fréttir
-
| Mummi
Fjölskylduhátíð Liverpoolklúbbsins á Íslandi -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Nýtt félagsmet! -
| Sf. Gutt
Verðlaun í fyrsta leik! -
| Sf. Gutt
Enn orðaður við Liverpool -
| Sf. Gutt
Sagan endalausa! -
| Sf. Gutt
Verðlaun í fyrsta leik! -
| Mummi
Miðasala á Liverpoolleiki -
| Sf. Gutt
Áhorfandi settur í bann! -
| Sf. Gutt
Fjórir í Liði ársins!
Fréttageymslan