| Heimir Eyvindarson

Allt samkvæmt áætlun

Kenny Dalglish segir að skyndilegt brotthvarf Damien Comolli hafi ekki áhrif á undirbúning liðsins fyrir leikinn gegn Everton á morgun.

,,Allur undirbúningur fyrir leikinn er eins og við höfðum áætlað. Þetta er stórleikur sem allir í borginni hlakka til að upplifa. Leikur sem hefur sérstaka þýðingu fyrir stuðningsmennina og félagið allt."

,,Við viljum vitanlega ná góðum úrslitum á morgun og til þess að það megi takast verðum við að einbeita okkur að leiknum og engu öðru."

,,Tímasetningin á brotthvarfi Comollis á ekki að trufla einbeitingu okkar. Ef illa fer getum við ekki notað það sem afsökun. Það er klárt."



TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan