| Heimir Eyvindarson
Jamie Carragher segir að það sé engan veginn hægt að segja að annað liðið sé sigurstranglegra en hitt fyrir borgarslaginn á Wembley á morgun.
,,Everton hefur spilað vel að undanförnu og eru fyrir ofan okkur í deildinni. Við unnum dýrmætan sigur á þriðjudaginn og erum vonandi búnir að ná okkur á strik eftir erfiða hrinu. Áður en sú lægð skall á unnum við góðan sigur á Everton", segir Carra í viðtali við SkySports.
,,Það skiptir engu máli hvort liðið er sagt sigurstranglegra fyrirfram, þetta getur farið hvernig sem er."
Leikurinn á morgun fer fram degi áður en menn minnast þess á Anfield að 23 ár eru liðin frá Hillsborough slysinu sem kostaði 96 stuðningsmenn Liverpool lífið.
,,Þetta er sérstök helgi og 15. apríl er fólkinu í Liverpool alltaf erfiður. Á minningarathöfninni á sunnudag sameinumst við til þess að minnast allra þeirra sem létu lífið 1989. Áður en að því kemur getum við vonandi glatt stuðningsmennina með góðum leik á morgun."
TIL BAKA
Hvorugt liðið sigurstranglegra fyrirfram
Jamie Carragher segir að það sé engan veginn hægt að segja að annað liðið sé sigurstranglegra en hitt fyrir borgarslaginn á Wembley á morgun. ,,Everton hefur spilað vel að undanförnu og eru fyrir ofan okkur í deildinni. Við unnum dýrmætan sigur á þriðjudaginn og erum vonandi búnir að ná okkur á strik eftir erfiða hrinu. Áður en sú lægð skall á unnum við góðan sigur á Everton", segir Carra í viðtali við SkySports.
,,Það skiptir engu máli hvort liðið er sagt sigurstranglegra fyrirfram, þetta getur farið hvernig sem er."
Leikurinn á morgun fer fram degi áður en menn minnast þess á Anfield að 23 ár eru liðin frá Hillsborough slysinu sem kostaði 96 stuðningsmenn Liverpool lífið.
,,Þetta er sérstök helgi og 15. apríl er fólkinu í Liverpool alltaf erfiður. Á minningarathöfninni á sunnudag sameinumst við til þess að minnast allra þeirra sem létu lífið 1989. Áður en að því kemur getum við vonandi glatt stuðningsmennina með góðum leik á morgun."
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Af Afríkukeppninni -
| Sf. Gutt
Óvíst um Hugo Ekitike -
| Sf. Gutt
Gleði og sorg -
| Sf. Gutt
Leikjatilfærslur -
| Sf. Gutt
Hundrað sinnum haldið hreinu! -
| Sf. Gutt
Áramótakveðja frá Arne Slot! -
| Sf. Gutt
Áramótakveðjur! -
| Sf. Gutt
Af Afríkukeppninni -
| Sf. Gutt
Jólafrí! -
| Sf. Gutt
Gleðileg jól!
Fréttageymslan

