| Sf. Gutt

Undanúrslitasagan

 

Liverpool leikur í 23. skipti í undanúrslitum F.A. bikarins á morgun. Liðið lék fyrst til undanúrslita leiktíðina 1896/97 en tapaði 3:0 gegn Aston Villa. Síðast lék liðið í undanúrslitum leiktíðina 2005/06 og þá lagði Liverpool Chelsea 2:1 á Old Trafford í Manchester.

Fram að leiknum gegn Everton á sunnudaginn hefur Liverpool þrettán sinnum haft betur í undanúrslitum og komist í úrslit en níu sinnum þurft að lúta í lægra haldi. Liverpool hefur unnið F.A. bikarinn sjö sinnum árin: 1965, 1974, 1986, 1989, 1992, 2001 og 2006. En tap í úrslitum varð hlutskipti Liverpool árin 1914, 1950, 1971, 1977, 1988 og 1996.
 
Liverpool og Everton hafa fjórum sinnum leitt saman hesta sína í undanúrslitum F.A. bikarsins. Everton vann 2:0 árið 1906 en síðan hefur Liverpool haft betur. Árið 1950 vann Liverpool 2:0 og 1971 hafði Liverpool aftur betur nú 2:1. Árið 1977 mættust liðin í tvígang. Aukaleik þurfti því liðin skildu jöfn 2:2 áður en Liverpool vann 3:0.

Leikurinn gegn Everton verður leikinn á nýja Wembley leikvanginum. Frá því hann var tekinn í notkun hafa undanúrslitaleikir F.A. bikarkeppninnar farið fram þar en reyndar er sú staðsetning mjög umdeild. Stuðningsmenn Liverpool og Everton þurfa til dæmis að koma alla leið norðan úr landi og svo það sé ekki nóg þá hefst leikurinn fyrir hádegi. En hvað um það Liverpool hefur aldrei leikið til undanúrslita á Wembley og því er nýr kafli að skrifast hvað það varðar!

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan