| Sf. Gutt

Mark spáir í spilin

 

Liverpool og Everton í undanúrslitum F.A. bikarkeppninnar. Það er satt sem sagt hefur verið að þetta sé ekki neinn venjulegur undanúrslitaleikur. Nóg er nú spennan fyrir venjulega deildarleiki liðanna en að spila upp á sæti í úrslitaleik í F.A. bikarnum slær felst annað út nema þá að mætast í úrslitaleik. Það fer líka ekki hjá því að spennan í Liverpool borg þessa dagana er rafmögnuð og þá er vægt til orða tekið!
 
Á árum áður var alltaf talað um að grannarimmur Liverpool og Everton væru spilaðar í vingjarnlegu andrúmslofti. Reyndar var aldrei tomma gefin eftir í leikjunum sjálfum en það fór jafnan vel á með stuðningsmönnum liðanna á áhorfendastæðunum og rauðir og bláir sátu hlið við hlið. En nú er öldin önnur. Reyndar eru svo sem margir stuðningsmenn Liverpool og Everton vinir en rígurinn er almennt orðinn grimmari. Liðin léku þrjá bikarúrslitaleiki og tvívegis um Skjöldinn á níunda áratugnum og var þá kyrjað Merseyside um allan Wembley. Við sjáum hvað gerist í þeim efnum en úrslitn ráðast innan vallar. Liverpool hefur einn bikar í húsi eftir að hafa unnið Deildarbikarinn á Wembley í síðasta mánuði. Kenny Dalglish og hans menn reyna nú að bæta öðrum bikar í safnið og næsta mál er að ryðja Everton úr vegi sé þess nokkur kostur. Til þess þarf Liverpool að spila mun betur en síðustu vikurnar og vonandi tekst það!

                                                               

           
 Liverpool v Everton

Everton hefur verið að spila geysilega vel. Þar á bæ var meira að segja hægt að leyfa sér að að hvíla leikmenn í sigurleiknum á móti Sunderland á mánudaginn. Þetta hefur framkvæmdastjórinn þeirra David Moyes ekki getað leyft sér áður. Fyrir utan að vinna Carling bikarinn þá hefur Liverpool verið slakt það sem af er árinu 2012 en menn eru nú brattari eftir hvernig þeir unnu í Blackburn á þriðjudagskvöldið.
 
Það er allt útlit fyrir mjög jafnan leik og erfitt að spá. Ég spái því að leikurinn verði framlengdur og úrslit ráðist í vítaspyrnukeppni. Líklega er það alveg út loftið en ef hann spilar þá hef ég það á tilfinningunni að Brad Jones, þriðji markmaður Liverpool, muni ráða úrslitum í vítaspyrnukeppninni. Brad er allt í einu kominn inn í myndina eftir að Pepe Reina og Alexander Doni lentu í leikbönnum. Hann hefði ekki trúað manni fyrir tveimur vikum ef maður hefði sagt honum að hann gæti spilað í undanúrslitaleik á Wembley.
 
Ég á ekki von á því að þetta verði mjög góður leikur því derby leikir eru það sjaldan og þá ekki síst þegar svona mikið er í húfi eins og í leiknum á laugardaginn. Ég á mjög góðar minningar frá því að spila með Liverpool á Wembley. Ég lék þrjá leiki þar á níunda áratugnum og leikirnir voru góðir því við unnum þá. Þetta er ekki alltaf gaman að spila í þessum leikjum en þetta eru alltaf miklir viðburðir. Þó svo að Everton sé að spila vel núna þá hefur Liverpool venjulega betur gegn Everton og ég held að þeir muni merja það.

Eins og svo margir sem tengjast þessum félögum þá finnst mér það algjörlega út í hött að láta stuðningsmennina fara alla þessa leið suður á Wembley til að spila þennan leik. Það væri hægt að hafa miðann 25 pundum dýrari og spila í Manchester. Þar með þyrftu ekki allir að kosta því til að ferðast til London og Knattspyrnusambandið myndi samt fá nóg í sinn hlut. 

Spá: 1:1. Liverpool vinnur eftir vítaspyrnukeppni.

 

 

                                                                                   Til minnis!
 
- Liverpool hefur unnið F.A. bikarinn sjö sinnum. 1965, 1974, 1986, 1989, 1992, 2001 og 2006.

- Þeir Jose Reina, Jamie Carragher og Steven Gerrard voru bikarmeistarar með Liverpool árið 2006.

- Everton hefur unnið keppnina fimm sinnum.

- Luis Suarez er markahæstir leikmanna Liverpool með þrettán mörk.
 
- Liverpool hefur ekki komist svona langt í keppninni frá því liðið vann hana 2006.

- Þetta verður í 218. skipti sem þeir Rauðu og Bláu mætast í öllum keppnum.

- Þetta er í seytjánda sinn sem Liverpool og Everton leiða saman hesta sína í F.A. bikarnum. Liverpool hefur níu sinnum haft betur en Everton sjö sinnum.
 
- Liverpool og Everton hafa fjórum mæst í undanúrslitum F.A. bikarsins. Liverpool hefur þrívegis komist áfram en Everton einu sinni.

- Liverpool liðin hafa tvívegis leikið til úrslita í keppninni. Fyrst vann Liverpool 3: 1 1986 og svo 3:2 í framlengingu árið 1989. Kenny Dalglish var framkvæmdastjóri Liverpool í bæði skiptin.
 
- Liðin hafa mæst tvívegis í deildinni á leiktíðinni. Liverpool vann báða leikina. Fyrst 0:2 á Goodison Park með mörkum Andy Carroll og Luis Suarez og svo 3:0 á Anfield með þrennu Steven Gerrard.

- Liverpool hefur ekki gengið of vel að skora í deildinni en í fjórum leikjum í F.A. bikarnum hefur liðið skorað fimmtán! 

- Everton hefur aðeins fengið á sig tvö mörk í keppninni hingað til.

- Liverpool og Everton fengu heimaleiki í öllum umferðum í keppninni.
 
- Chelsea og Tottenham Hotspur mætast í hinum undanúrslitaleiknum. 

Hér má sjá leikmenn Liverpool æfa sig fyrir Wembley.

 

 

 

 

 

 

 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan