| Sf. Gutt

Jessie Paisley látin

Jessie Paisley, ekkja Bob fyrrum framkvæmdastjóra Liverpool er látin. Hún var 96 ára að aldri þegar hún dó núna í morgun.

Bob Paisley var sigursælasti framkvæmdastjóri í sögu Liverpool og Jessie var stoð hans og stytta. Þau fylgdust að í áratugi þar til Bob lést árið 1996. Bob stýrði Liverpool frá 1974 til 1983. Á þeim tíma varð Liverpool sex sinnum Englandsmeistari, þrívegis Deildarbikarmeistari, vann Evrópukeppni félagsliða og Stórbikar Evrópu einu sinni að því ógleymdu að vinna Evrópubikarinn þrívegis!

Jessie fylgdist vel með gengi Liverpool og fór oft á leiki þegar liðið lék á Anfield Road á meðan Bob var framkvæmdastjóri. Hún gladdist yfir góðum úrslitum upp á síðkastið að sögn Graham sonar hennar. Sérstaklega var hún ánægð með að Liverpool skyldi slá út bæði liðin frá Manchester í bikarkeppnunum nú um daginn!

Liverpool klúbburinn á Íslandi sendir Paisley fjölskyldunni samúðarkveðjur.

Hér má
sjá myndir af Nessie Paisley af vefsíðu Liverpool Echo.


TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan