| Sf. Gutt

Mark spáir í spilin

Ein vika getur verið langur tími í knattspyrnuheiminum. Eftir síðasta deildarleik Liverpool leist mönnum ekki á blikuna enda tapaði liðið þeim leik illa gegn Bolton sem var nærri botni deildarinnar. Rétt rúmri viku og tveimur deildarleikjum síðar gætu stuðningsmenn Liverpool ekki verið mikið kátari.

Sæti í Deildarbikarúrslitaleiknum er í höfn eftir að Manchester City var slegið úr leik. Svo er enn möguleiki á annarri ferð á Wembley eftir að Liverpool sló Manchester United út úr F.A. bikarnum. Ekki minnkaði gleðin við þann magnaða sigur en nú er það deildin og það vantar fleiri stig í baráttuna þar!

                                                            

                                                                          
                                                        Wolverhampton Wanderes v Liverpool  

Miðað við hvernig Liverpool er að spila núna munu menn hjá Wolves telja jafntefli sem unnið stig frekar en tvö töpuð. Menn Mick McCarthy eru á fallsvæðinu og þurfa að vinna heimaleiki sína en stig er gott á móti efstu liðunum. Þetta verður erfiður leikur fyrir Liverpool eftir tvo stórgóð úrslit í Deildarbikarnum og F.A. bikarnum á móti Manchester City og Manchester United.

Rauðliðar voru alveg magnaðir gegn City og sýnu stórleik. Mér fannst Andy Carroll spila mjög vel á móti United og þá sérstaklega vegna þess að hann fékk ekki úr miklu að moða. Sagt hefur verið að Liverpool, eins og nokkur önnur félög, hafi sent inn fyrirspurnir um sóknarmanninn Carlos Teves sem er úti í kuldanum. Talið var að Andy færi kannski í skiptum. Hvað sem hæft er í þessu þá er ég viss um að margar fyrirspurnir hafa borist um argentínska sóknarmanninn. Félög hafa örugglega haft samband til að kanna stöðu mála og hvort væri hugsanlega hægt að fá hann að láni. Heyrst hefur að viðræður við AC Milan og Paris St Germain, hafi runnið út í sandinn en það væri heimskulegt af framkvæmdastjórum að hafa ekki samband og sjá hvort hægt væri að fá hann.

Spá: 1:1.

                                                                                   Til minnis!
 
- Liverpool og Wolves mættust á Anfield Road í lok september.

- Liverpool vann 2:1.

- Fyrra mark Liverpool var sjálfsmark eftir skot Charlie Adam og það seinna skoraði Luis Suarez.
 
- Luis Suarez lýkur átta leikja banni sínu í þessum leik.

- Liverpool hefur enn ekki unnið deildarleik á þessu nýja ári. 

- Jafntefli og tvö töp er niðurstaðan það sem af er. 

- Jose Reina hefur einn manna ekki misst af leik hjá Liverpool á þessu keppnistímabili.

- Liverpool er í sjötta sæti deildarinnar með 35 stig.

- Luis Suarez og Craig Bellamy eru markahæstir leikmanna Liverpool með átta mörk á keppnistímabilinu.


                                                                                       Síðast!









Liverpool vann sinn fyrsta leik undir stjórn Kenny Dalglish eftir að hann tók við liðinu á nýjan leik. Fernando Torres skoraði sín síðustu tvö mörk fyrir Liverpool. Á milli þeirra þrykkti Raul Meireles boltanum í mark Wolves lengst utan af velli. Mörgum þótti þetta fallegasta mark Liverpool á leiktíðinni. Seinna mark Fernando þótti magnað fyrir þær sakir að leikmenn Liverpool léku boltanum rúmlega þrjátíu sinnum á milli sín! Kóngurinn fagnaði innilega með stuðningsmönnum eftir leik!

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan