| Heimir Eyvindarson
TIL BAKA
Góður andi í liðinu
Stewart Downing segir að andinn í Liverpool liðinu sé góður um þessar mundir. Það hafi gert gæfumuninn í leikjunum gegn Manchester liðunum í vikunni.
,,Þetta var góð vika. Að slá Manchester liðin út úr sitt hvorri bikarkeppninni er afrek. Það var virkilega erfitt en við stóðumst álagið og unnum saman allir sem einn. Liðsandinn og samhugurinn kom okkur í gegnum leikina tvo, við vildum virkilega standa okkur vel og ég held að það hafi sést á leik okkar allra."
,,Nú þurfum við að byggja ofan á þessi góðu úrslit. Það eru mikilvægir leikir framundan í deildinni og við megum ekki klúðra þeim. Hver leikmaður hefur haft hlutverki að gegna, burtséð frá því hvaða kerfi við spilum eða hverjum við mætum. Það eru allir glaðir og allir tilbúnir til að halda áfram að vinna saman sem ein sterk heild."
Aðspurður um álit sitt á sigurmarki Dirk Kuyt í gær segir Downing:
,,Dirk dregur ekkert af sér þegar það er í boði að skora á móti United! Hann er gott dæmi um samheldnina og samábyrgðina í liðinu. Hann kemur inn sem varamaður og nýtir tækifærið. Skorar sigurmarkið sem kemur okkur áfram. Þetta var mjög vel klárað hjá honum. Ég vissi ekki á hvaða mínútu markið kom, en ég vissi að það var langt liðið á leikinn!"
,,Þetta var frábær vika fyrir liðið og stuðningsmennina. Við erum komnir áfram í tveimur bikarkeppnum og slógum út tvo af erkifjendunum. En deildin er aðalmálið og næst á dagskrá er leikur gegn Wolves sem við verðum að vera tilbúnir í. Við verðum að fara þangað tilbúnir til þess að berjast og vinna saman af sama krafti og í bikarleikjunum."
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Skaut 50 metra yfir en nú kom það! -
| Sf. Gutt
Glæsilegur sigur á Þýskalandsmeisturunum! -
| Sf. Gutt
Frábært að koma til Liverpool! -
| Sf. Gutt
Mohamed Salah þokast upp markalistann! -
| Sf. Gutt
Sterkur sigur! -
| Sf. Gutt
Ég er sallarólegur! -
| Sf. Gutt
Vilja vinna allar keppnir! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Meiðslafréttir
Fréttageymslan