| Sf. Gutt
Heppnin hefur ekki verið með Jay Spearing síðustu vikurnar. Fyrst fékk hann leikbann og svo meiddist hann í síðasta leik. Eftir að Lucas Leiva meiddist reiknuðu margir með að Jay myndi leysa hlutverk hans en hann lenti í þriggja leikja banni eftir að vera rekinn af velli gegn Fulham. Þótti mörgum rauða spjaldið hart en því var ekki haggað.
Hann kom svo aftur inn í liðið í jólatörninni. En um miðjan hálfleik í Deildarbikarleiknum, gegn Manchester City, fór hann af velli tognaður á læri. Tognunin mun þó ekki vera alvarleg og hann ætti ekki að missa af mörgum leikjum. Hann getur þó ekki leikið gegn Stoke City í dag.
Jay hefur sýnt að honum er treystandi í aðalliði Liverpool. Baráttuandi hans er til fyrirmyndar enda er hann alinn upp hjá Liverpool. Hann er svo best til þess fallinn, af þeim sem eru í liðshópi Liverpool, til að leysa stöðuna sem Lucas Leiva sinnti svo vel þar til hann meiddist. Það er því ekki gott að hann verði lengi frá.
TIL BAKA
Jay meiddur en ekki illa

Hann kom svo aftur inn í liðið í jólatörninni. En um miðjan hálfleik í Deildarbikarleiknum, gegn Manchester City, fór hann af velli tognaður á læri. Tognunin mun þó ekki vera alvarleg og hann ætti ekki að missa af mörgum leikjum. Hann getur þó ekki leikið gegn Stoke City í dag.
Jay hefur sýnt að honum er treystandi í aðalliði Liverpool. Baráttuandi hans er til fyrirmyndar enda er hann alinn upp hjá Liverpool. Hann er svo best til þess fallinn, af þeim sem eru í liðshópi Liverpool, til að leysa stöðuna sem Lucas Leiva sinnti svo vel þar til hann meiddist. Það er því ekki gott að hann verði lengi frá.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Sterkur sigur! -
| Sf. Gutt
Thiago ennþá meiddur -
| Sf. Gutt
Jürgen Klopp setur nýtt félagsmet! -
| Sf. Gutt
Evrópuvegferð Liverpool byrjaði vel! -
| Sf. Gutt
Gerum allt sem við getum til að vinna! -
| Sf. Gutt
Ben Doak kominn með nýjan samning -
| Sf. Gutt
Við verðum að stefna mjög hátt! -
| Sf. Gutt
Alltaf gaman að skora -
| Sf. Gutt
Aftur endurkomusigur á útivelli! -
| Sf. Gutt
Jürgen Klopp kominn með 300 deildarleiki
Fréttageymslan