| Heimir Eyvindarson
Pepe Reina spáir því að áhorfendur á Anfield muni gera gæfumuninn í seinni leik Liverpool og Manchester City í undanúrslitum deildabikarsins.
,,Úrslitin í gær voru góð. Við erum sáttir. En leikurinn er bara hálfnaður, við eigum erfitt verk fyrir höndum næstu 90 mínútur", segir Pepe í viðtali við Liverpoolfc.tv.
,,Það verður örugglega frábær stemning á Anfield, eins og alltaf þegar mikið liggur við. Stuðningsmenn okkar eru einstakir og þeir eiga eftir að spila stórt hlutverk í seinni leiknum. Þetta verður eitt af þessum undrakvöldum á Anfield."
,,Við erum vissulega búnir með erfiðasta hlutann, að ná að leggja City að velli á þeirra heimavelli. Nú þurfum við að halda haus í 90 mínútur í viðbót. Vonandi tekst okkur það. Það væri gaman að komast í úrslitin."
,,Við vissum að það yrði erfitt að eiga við City á þeirra heimavelli en við ákváðum að vera grimmir strax í upphafi og reyna að skapa þeim vandræði. Það tókst. Ef ekki hefði verið fyrir góða takta hjá Joe Hart í markinu hjá þeim þá hefðum við getað verið komnir með forystuna áður en við fengum vítið."
,,Seinni hálfleikur snerist um að halda þeim í skefjum. Það er ekkert grín að eiga við City á þeirra heimavelli, en okkur tókst að halda þeim niðri þannig að við eigum ennþá sjéns. Það er jákvætt."
TIL BAKA
Pepe spáir hávaða á Anfield
Pepe Reina spáir því að áhorfendur á Anfield muni gera gæfumuninn í seinni leik Liverpool og Manchester City í undanúrslitum deildabikarsins.,,Úrslitin í gær voru góð. Við erum sáttir. En leikurinn er bara hálfnaður, við eigum erfitt verk fyrir höndum næstu 90 mínútur", segir Pepe í viðtali við Liverpoolfc.tv.
,,Það verður örugglega frábær stemning á Anfield, eins og alltaf þegar mikið liggur við. Stuðningsmenn okkar eru einstakir og þeir eiga eftir að spila stórt hlutverk í seinni leiknum. Þetta verður eitt af þessum undrakvöldum á Anfield."
,,Við erum vissulega búnir með erfiðasta hlutann, að ná að leggja City að velli á þeirra heimavelli. Nú þurfum við að halda haus í 90 mínútur í viðbót. Vonandi tekst okkur það. Það væri gaman að komast í úrslitin."
,,Við vissum að það yrði erfitt að eiga við City á þeirra heimavelli en við ákváðum að vera grimmir strax í upphafi og reyna að skapa þeim vandræði. Það tókst. Ef ekki hefði verið fyrir góða takta hjá Joe Hart í markinu hjá þeim þá hefðum við getað verið komnir með forystuna áður en við fengum vítið."
,,Seinni hálfleikur snerist um að halda þeim í skefjum. Það er ekkert grín að eiga við City á þeirra heimavelli, en okkur tókst að halda þeim niðri þannig að við eigum ennþá sjéns. Það er jákvætt."
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Jeremie Frimpong búinn að ná sér -
| Sf. Gutt
Virgil van Dijk í úrvalslið í fimmta sinn! -
| Sf. Gutt
Dómur upp kveðinn -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Mohamed fer til Marokkó -
| Sf. Gutt
Engin vandamál! -
| Sf. Gutt
Cody Gakpo meiddur -
| Sf. Gutt
Hvað gerist næst? -
| Sf. Gutt
Sætur sigur á San Siro! -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum
Fréttageymslan

