| Heimir Eyvindarson
Pepe Reina spáir því að áhorfendur á Anfield muni gera gæfumuninn í seinni leik Liverpool og Manchester City í undanúrslitum deildabikarsins.
,,Úrslitin í gær voru góð. Við erum sáttir. En leikurinn er bara hálfnaður, við eigum erfitt verk fyrir höndum næstu 90 mínútur", segir Pepe í viðtali við Liverpoolfc.tv.
,,Það verður örugglega frábær stemning á Anfield, eins og alltaf þegar mikið liggur við. Stuðningsmenn okkar eru einstakir og þeir eiga eftir að spila stórt hlutverk í seinni leiknum. Þetta verður eitt af þessum undrakvöldum á Anfield."
,,Við erum vissulega búnir með erfiðasta hlutann, að ná að leggja City að velli á þeirra heimavelli. Nú þurfum við að halda haus í 90 mínútur í viðbót. Vonandi tekst okkur það. Það væri gaman að komast í úrslitin."
,,Við vissum að það yrði erfitt að eiga við City á þeirra heimavelli en við ákváðum að vera grimmir strax í upphafi og reyna að skapa þeim vandræði. Það tókst. Ef ekki hefði verið fyrir góða takta hjá Joe Hart í markinu hjá þeim þá hefðum við getað verið komnir með forystuna áður en við fengum vítið."
,,Seinni hálfleikur snerist um að halda þeim í skefjum. Það er ekkert grín að eiga við City á þeirra heimavelli, en okkur tókst að halda þeim niðri þannig að við eigum ennþá sjéns. Það er jákvætt."
TIL BAKA
Pepe spáir hávaða á Anfield

,,Úrslitin í gær voru góð. Við erum sáttir. En leikurinn er bara hálfnaður, við eigum erfitt verk fyrir höndum næstu 90 mínútur", segir Pepe í viðtali við Liverpoolfc.tv.
,,Það verður örugglega frábær stemning á Anfield, eins og alltaf þegar mikið liggur við. Stuðningsmenn okkar eru einstakir og þeir eiga eftir að spila stórt hlutverk í seinni leiknum. Þetta verður eitt af þessum undrakvöldum á Anfield."
,,Við erum vissulega búnir með erfiðasta hlutann, að ná að leggja City að velli á þeirra heimavelli. Nú þurfum við að halda haus í 90 mínútur í viðbót. Vonandi tekst okkur það. Það væri gaman að komast í úrslitin."
,,Við vissum að það yrði erfitt að eiga við City á þeirra heimavelli en við ákváðum að vera grimmir strax í upphafi og reyna að skapa þeim vandræði. Það tókst. Ef ekki hefði verið fyrir góða takta hjá Joe Hart í markinu hjá þeim þá hefðum við getað verið komnir með forystuna áður en við fengum vítið."
,,Seinni hálfleikur snerist um að halda þeim í skefjum. Það er ekkert grín að eiga við City á þeirra heimavelli, en okkur tókst að halda þeim niðri þannig að við eigum ennþá sjéns. Það er jákvætt."
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Trent heldur á braut -
| Sf. Gutt
Jarðhræringar í Liverpool! -
| Sf. Gutt
Af spjöldum sögunnar! -
| Sf. Gutt
Njótum stundarinnar! -
| Mummi
Við minnum á aðalfund klúbbsins þann 6. maí nk. -
| Sf. Gutt
Hamingjuóskir frá Jürgen Klopp! -
| Sf. Gutt
Útilokað að tapa leiknum! -
| Sf. Gutt
Liverpool er Englandsmeistari 2025! -
| Sf. Gutt
Eitt stig dugir! -
| Sf. Gutt
Ljúkum verkefninu!
Fréttageymslan