| Sf. Gutt

Mark spáir í spilin

Þá er nýtt ár gengið í garð. Það er ólíku saman að jafna um andrúmsloftið á Anfield núna og fyrir ári. Liverpool hafði reyndar unnið fyrsta leikinn á nýársdegi fyrir ári en Roy Hodgson var undir miklu álagi. Þá lauk jólatörninni með útileik í Blackburn sem tapaðist. Roy stjórnaði Liverpool þar í síðasta sinn.

Nú ári seinna lýkur jólatörn Liverpool í Manchester. Reyndar á Liverpool nú leik í F.A. bikarnum eftir á síðasta degi jóla. Jólatörnin endar því ekki í Manchester en síðasti deildarleikur í törninni fer þar fram gegn efsta liðinu í deildinni. Þó ekki hafi nú allt gengið fullkomlega hjá Liverpool síðustu vikur þá eru stuðningsmenn Rauða hersins kátir í byrjun árs og það er sama hvernig leikurinn annað kvöld fer. Stuðningsmenn Liverpool eru bjartsýnir og hafa trú á því sem framkvæmdastjóri liðsins og hans menn eru að gera. Svo var ekki fyrir einu ári!

                                                             

                                                                          
                                                                 Manchester City v Liverpool 

Ég verð á þessum leik og það er ljóst að pressa verður á Manchester City. Eftir jafntefli og tap í síðustu tveimur leikjum eru allir að tala um að liðið sé að kikkna undan álaginu á toppnum. Ég held að Liverpool geti nælt í jafntefli og nái jafnvel að halda hreinu á móti City. En ég held að menn þurfi ekki að missa sig þó menn Roberto Mancini, stjóra City, skori ekki aftur. Vissulega er liðið ekki að spila vel en jafnvel lið sem eru á toppnum lenda í lægð. Meira að segja Arsenal, þegar töpuðu ekki leik heila leiktíð fyrir nokkrum árum, töpuðu stigum.
 
Ég skil nú ekki alveg hvers vegna Roberto geymdi þá David Silva og Sergio Aguero á bekknum á móti Sunderland og hvíldi Mario Balotelli alveg. Hann þarf að fara varlega í að hvíla menn sem hann heldur að verði þreyttir því ef þeir fá skilaboð um þreytu þá skilar það sér. Ég hef þá skoðun að maður eigi alltaf að velja sitt sterkasta lið því ef einhverjir eru hvíldir og ekki tekst að vinna þá fær maður bakþanka. Roberto verður því að velja sitt sterkasta lið í þennan leik og geyma áhyggjur um þreytu.

Það á eftir að hafa góð áhrif hjá Liverpool að hafa Luis Suarez til taks en ég held að liðið mun spila varnarleik eins og West Brom og Sunderland hafa gert á undan þeim. Þeir Rauðu hafa verið mjög sterkir í vörninni og ég held að það komi þeim til góða.

Spá: 0:0.

                                                                                   Til minnis!
 
- Liverpool er ósigrað í síðustu fimm leikjum.
 
- Charlie Adam er eini leikmaður Liverpool sem hefur skorað úr víti á leiktíðinni.

- Fjórar slíkar spyrnur hafa farið í súginn.

- Manchester City leiðir deildina á markamun en grannar þeirra Manchester United hafa jafn mörg stig.

- Manchester City hefur ekki ekki tapað leik á heimavelli það sem af er leiktíðar.
 
- Liverpool er í sjötta sæti deildarinnar með 34 stig.

- Luis Suarez er markahæstur leikmanna Liverpool með átta mörk á keppnistímabilinu.

                                                                                       Síðast!



Manchester City vann 3:0 sigur í öðrum deildarleik Liverpool undir stjórn Roy Hodgson. Allt gekk á afturfótunum og eftir leik spurðist út að Javier Mascherano hefði neitað að spila með. Stuttu seinna var hann farinn til Barcelona og ekki var það til að styrkja liðshópinn hjá Roy.

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan