| Sf. Gutt

Steven mættur aftur!

Steven Gerrard lék sinn fyrsta leik, á öðrum degi jóla, frá því í lok október. Kóngurinn er ánægður með að vera búinn að fá sinn helsta riddara til leiks að nýju. 

,,Það er frábært að hann sé kominn aftur og hann virðist vera bæði miklu sterkari og betur á sig kominn en hann hefur verið á síðustu árum. En hann þarf meiri tíma úti á vellinum til að komast í fulla æfingu."

,,Hann kom inn á og með fyrstu snertingu sinni lagði hann upp færi fyrir Maxi Rodriguez sem hann skallaði framhjá. Það hefði verið frábær byrjun ef allt hefði gengið upp. Það er magnað að fá hann heilan og hressan og geta haft hann til taks á nýjan leik."

Steven Gerrard lék sinn sjötta leik, á þessari sparktíð, þegar hann kom til leiks á móti Blackburn á öðrum degi jóla. Hann lék fimm leiki á einum mánuði í haust þar til ökklasýkingin setti strik í reikninginn. Nú er að vona að meiðsladraugurinn láti ekki meir á sér kræla á þessari leiktíð og Steven komist í gang. Það munar um minna!

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan