| Sf. Gutt

Mark spáir í spilin

Það eru komin gleðileg jól og það þýðir að fólk hópast að grundum Englands til að horfa á knattspyrnuliðin sín etja kappi. Svoleiðis er það nú á Englandi og flestir vilja hafa það svoleiðis. Jólin eru tími hefða og knattspyrnuáhorf á Englandi flokkast sannarlega til sterkra hefða hjá mörgum þar í landi.

                                                             

                                                                          
                                                                 Liverpool v Blackburn Rovers 

Mín skoðun er sú að öll vandræði Blackburn séu eigendum félagsins, Venky, um að kenna. Það er svo sem allt í lagi að heimta að framkvæmdastjórinn Steve Kean verði rekinn en hann var settur í þá stöðu að taka þetta starf en eigendurnir hafa ekki stutt hann og eru hvergi sjáanlegir. Ég skil ekki af hverju stuðningsmenn félagsins eru að mótmæla á leikjum. Það má gera fyrir eða eftir leik en liðið þarf á stuðningi að halda í leikjum. Þetta er rugl og til skammar. Manni finnst allt benda til þess að Rovers falli að þessu sinni.

Í herbúðum Liverpool eru menn ánægðir með að geta farið að spila aftur á meðan sagan endalausa um Luis Suarez heldur áfram. Hann má spila þangað til ákveðið verður að áfrýja átta leikja banninu sem hann var dæmdur í. Þar til við fáum að heyra eða sjá rökstuðning við refsingu hans þá getum við eiginlega ekki myndað okkur skoðun. Það er greinilegt að Knattspyrnusambandið er sannfært um að hann sé sekur og refsað honum í samræmi við það.

Það verður mikið áfall fyrir Liverpool að missa hann því hann hefur haft álíka mikil áhrif á liðið eins og David Silva hefur haft hjá Manchester City á þessari leiktíð. Luis er einfaldlega svona mikilvægur. Mun sjást meira til Andy Carroll þegar Luis fer í bann? Ég er ekki viss. Ég myndi frekar setja Craig Bellamy í framlínuna og ég hugsa að Dirk Kuyt vonist til að fá tækifæri líka. Auðvitað gæti Andy komið inn og ef svo fer verður hann að grípa tækifærið.

Spá: 2:0.

                                                                                   Til minnis!
 
- Kenny Dalglish gerði Blackburn Rovers að Englandsmeisturum á leiktíðinni 1994/95.

- Liverpool er ósigrað í síðustu þremur leikjum.
 
- Í þeim þremur leikjum hefur Jose Reina ekki fengið á sig eitt einasta mark.

- Jay Spearing er laus úr leikbanni en hann fékk þriggja leikja bann eftir brottrekstur á móti Fulham.

- Charlie Adam er eini leikmaður Liverpool sem hefur skorað úr víti á leiktíðinni.

- Fjórar slíkar spyrnur hafa farið í súginn.

- Liverpool hefur unnið fjóra síðustu heimaleiki sína gegn Blackburn.

- Liverpool er í sjötta sæti deildarinnar með 30 stig.

- Luis Suarez er markahæstur leikmanna Liverpool með átta mörk á keppnistímabilinu.

Hér má sjá leikmenn Liverpool æfa á Melwood á Þorláksmessu.

                                                                                       Síðast!









Sjálfur Gerry Marsden söng þjóðsönginn með áhorfendum fyrir leikinn og nýju eigendurnir fylgdust með úr stúkunni. Liverpool herjaði fram nauman sigur 2:1 sem kætti Roy Hodgson á haustdögum. Gríski risinn kom Liverpool yfir en Jamie Carragher kom í veg fyrir að El Hadji Diouf jafnaði með því að skora sjálfsmark. En það var Spænski heimsmeistarinn sem tryggði Liverpool sigurinn.
 

 

 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan