| Sf. Gutt

Liverpool og Luis Suarez fá ákæru!

Enska knattspyrnusambandið sendi í dag tvær ákærur í herbúðir Liverpool Football Club. Enn bættist við kæra á Luis Suarez. Nýjasta ákæran á hann er tilkomin vegna þess að hann er sakaður um að hafa lyft lengsta fingri vinstri handar í átt að stuðningsmönnum Fulham þegar hann gekk af leikvelli eftir leik. Athæfi hans náðist á mynd.

Hinn kæran beinist gegn félaginu sjálfu fyrir að hafa ekki stjórn á leikmönnum sínum þegar Jay Spearing var rekinn af velli. Þegar dómarinn lyfti rauða spjaldinu þustu fimm leikmenn Liverpool að honum og þótti knattspyrnusambandinu það ekki hæfa. Liverpool F.C. gæti fengið sekt fyrir. Í tilkynningu á Liverpoolfc.tv, síðdegis í dag, var sagt að félagið myndi kynna sér kærurnar áður en menn þar á bæ muni tjá sig um þær. Forráðamenn Liverpool hafa frest til mánudags til að svara fyrir sig til knattspyrnusambandsins.

Luis Suarez er nú kominn með tvær kærur á bakið en sú fyrri er vegna viðskipta hans á Patrice Evra leikmanns Manchester United í haust. Enn hefur ekki verið úrskurðað í þeirri kæru sem er reyndar mjög undarlegt. Verði hann fundinn sekur í kærunum á hann von á sekt og leikbanni.   

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan