| Sf. Gutt
,,Stuðningsmennirnir leika mikilvægt hlutverk með því að hjálpa leikmönnunum úti á vellinum. Þeir geta hjálpað okkur að ná því fram sem allir stefna að. Allir hafa sitt hlutverk. Stundum þurfa leikmennirnir að koma stuðningsmönnunum í gang en í annan tíma er því öfugt farið. Þegar stórleikir standa fyrir dyrum held ég að allir kunni vel að meta að fá stuðning. Það skiptir engu hversu góður þú ert. Það hjálpar alltaf að finna að fólk hafi trú á manni og það gerir enginn, sem leikur fyrir hönd þessa knattspyrnufélags, viljandi mistök."
,,Stuðningsmennirnir vilja að leikmennirnir geri það sem þeir myndu svo gjarnan gera sjálfir. Það er að spila fyrir hönd Liverpool Football Club og uppfylla það sem þeir myndu sjálfir vilja gera. Ef leikmenn okkar fara til leiks og leggja hjartað og sálina í leikinn þá munu stuðninsmennirnir alltaf standa þétt við bakið á þeim. Skammdegið fer í hönd og leikurinn byrjar klukkan fjögur og því er þetta eins og að spila að kvöldi til. Það verður komið myrkur og kveikt á flóðljósunum og svoleiðs hefur oft verið þegar stemmningin hefur verið hvað mest á Anfield. Ég vona að við bætum við slíkar góðar minningar."
Víst mun ekki verða gefið eftir innan vallar í stórleiknum en það verður heldur ekki dregið af sér uppi í stúkunum og ekki munu þessi orð Kenny draga úr fólki!
TIL BAKA
Kenny vonast eftir hjálp stuðningsmanna!
,,Stuðningsmennirnir leika mikilvægt hlutverk með því að hjálpa leikmönnunum úti á vellinum. Þeir geta hjálpað okkur að ná því fram sem allir stefna að. Allir hafa sitt hlutverk. Stundum þurfa leikmennirnir að koma stuðningsmönnunum í gang en í annan tíma er því öfugt farið. Þegar stórleikir standa fyrir dyrum held ég að allir kunni vel að meta að fá stuðning. Það skiptir engu hversu góður þú ert. Það hjálpar alltaf að finna að fólk hafi trú á manni og það gerir enginn, sem leikur fyrir hönd þessa knattspyrnufélags, viljandi mistök."
,,Stuðningsmennirnir vilja að leikmennirnir geri það sem þeir myndu svo gjarnan gera sjálfir. Það er að spila fyrir hönd Liverpool Football Club og uppfylla það sem þeir myndu sjálfir vilja gera. Ef leikmenn okkar fara til leiks og leggja hjartað og sálina í leikinn þá munu stuðninsmennirnir alltaf standa þétt við bakið á þeim. Skammdegið fer í hönd og leikurinn byrjar klukkan fjögur og því er þetta eins og að spila að kvöldi til. Það verður komið myrkur og kveikt á flóðljósunum og svoleiðs hefur oft verið þegar stemmningin hefur verið hvað mest á Anfield. Ég vona að við bætum við slíkar góðar minningar."
Víst mun ekki verða gefið eftir innan vallar í stórleiknum en það verður heldur ekki dregið af sér uppi í stúkunum og ekki munu þessi orð Kenny draga úr fólki!
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Af spjöldum sögunnar! -
| Mummi
Við minnum á aðalfund klúbbsins þann 6. maí nk. -
| Sf. Gutt
Hamingjuóskir frá Jürgen Klopp! -
| Sf. Gutt
Útilokað að tapa leiknum! -
| Sf. Gutt
Liverpool er Englandsmeistari 2025! -
| Sf. Gutt
Eitt stig dugir! -
| Sf. Gutt
Ljúkum verkefninu! -
| Sf. Gutt
Gleðilegt sumar! -
| Sf. Gutt
Conor Bradley Leikmaður ársins hjá Norður Írum -
| Sf. Gutt
Þrjú stig duga!
Fréttageymslan